Frá 13. flöt á Hvaleyrarvelli. Mynd/keilir.is
Auglýsing

Það er ljóst að mikil aukning er áfram í spili erlendra kylfinga hér í sumar enda aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem sækir okkur heim, vel hefur viðrað til golfs og unnið er stöðugt að því að kynna golf á Íslandi.

Þetta kemur vel í ljós þegar skoðaðar eru tölur frá klúbbum innan Golf Iceland nú í lok ágúst.
Af þeim 16 golfvöllum,sem eru meðlimir í Golf Iceland eru fjórir,sem hafa haldið mjög nákvæma talningu á milli ára.

Þeir fjórir klúbbar eru einnig ákveðinn þverskurður af meðlimunum:

Einn 9 holu völlur
Þrír 18 holu vellir

Tveir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og tveir á landsbyggðinni

Alls hafa þessir fjórir klúbbar selt erlendum kylfingum 1443 hringi nú í lok ágúst miðað við 875 í fyrra. Um er að ræða 65% aukningu milli ára.

Ljóst er að erlendu gestirnir skipta klúbbana verulegu máli tekjulega enda kaupa þessir erlendu kylfingar yfirleitt mikla þjónustu. ( Leigusett, golfbíla,máltíðir, o.fl.)

Hægt er að leika sér með tölur og gera því skóna að aðeins þessir fjórir klúbbar séu líklega að auka heildarveltu sína a.m.k. um nálægt 15 milljónum vegna erlendra kylfinga.

Svo er eðlilega hægt að leika sér áfram með þessar tölur og velta fyrir sér hver sé velta allra 16 klúbbanna í Golf Iceland vegna erlendra kylfinga og loks hvert er umfangið á öllum 60 völlum landsins.

Framundan er stærsta golfferðasýning heims, IGTM ,sem haldin er nú í nóvember. Þar mun Golf Iceland kynna golfvellina 16 innan samtakanna fyrir erlendum golfferðasölum og fjölmiðlum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ