Mynd/PGA
PGA á Íslandi.
Auglýsing

Það styttist í að PGA golfkennaranámið hefjist en næsti árgangur skólans mun byrja næstkomandi janúar. Á fyrstu önninni verður áherslan á barna- og byrjendakennslu. Hún er öllum opin og engin forgjafarmörk. Tilvalið fyrir t.d. minni klúbba sem hafa ekki aðgang að kennara allt árið að senda fulltrúa.

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember.

PGA er alþjóðlegt vörumerki sem er vel þekkt. PGA´s of Europe hefur í mörg ár viðurkennt ákveðna menntun, sem uppfyllir ströng skilyrði sem PGA golfkennaranám.

Ísland hlaut full réttindi árið 2009. Námið er tekið út reglulega og endurvottað af PGA´s of Europe, og hefur Ísland ávallt staðist þá skoðun.

Kennt verður eftir nýju kerfi sem ber heitið EELS (European Education Level System). Námið skiptist upp í þrjá meginþætti:

  • Teaching and coaching
  • The Game
  • The industry

Þeir nemendur sem hefja nám í janúar verða fimmti nemendahópurinn sem hefur nám við skólann á Íslandi. Nú þegar hafa 40 PGA kennarar úrskrifast á Íslandi.

PGA námið nær yfir sex annir og náminu skipt upp í tvær annir á hverju ári,  vor- og haustönn.

Nánari upplýsingar gefur Andrea Ásgrímsdóttir skólastjóri PGA skólans.

andrea@pga.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ