Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Þórður, Andri, Magnús og Guðjón Karl Þórisson formaður GM. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Andri Þór Björnsson úr GR lék frábært golf á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Andri lék hringina þrjá á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á 12 höggum undir pari og hann setti vallarmet á fyrsta hringnum þar sem hann lék á 8 höggum undir pari eða -8. Þetta er annar sigur Andra í röð á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári en hann hóf tímabilið í fyrra með sama hætti. Magnús Lárusson úr Goflklúbbnum Jökli frá Ólafsvík veitti Andra harða keppni en hann endaði tveimur höggum á eftir Andra.

„Það voru frábærar aðstæður og gaman að leika á góðum velli eins og Hlíðavelli. Ég vil þakka GR, þjálfurunum mínum, Böðvari aðstoðarmanni mínum á þessu móti og öllum sjálfboðaliðunum sem sáu um að gera þetta mót eins glæsilegt og það var. Markmið sumarsins eru að leika vel og ég tek bara eitt mót í einu og eitt högg í einu,“ sagði Andri Þór Björnsson.

Skor keppenda í karlaflokki var frábært en 12 kylfingar léku á pari vallar eða betur á þremur keppnishringjum. Hlíðavöllur er í frábæru standi og voru keppendur afar ánægðir með aðstæður og umgjörð mótsins.

1. Andri Þór Björnsson, GR (64-70-70) 204 (-12)
2. Magnús Lárusson, GJÓ (66-70-70) 206 (-10)
3. Þórður Rafn Gissurarson, GR (71-69-69) 209 (-7)
4. Ragnar Már Garðarsson, GKG (73-66-72) 211 (-5)
5. Theodór Emil Karlsson, GM (70-68-75) 213 (-3)

Andri Þór Björnsson, GR. Mynd/ seth@golf.is
Andri Þór Björnsson, GR. Mynd/ seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ