Símamótið 2016
Andri Þór Björnsson, GR og Theodór Emil Karlsson, GM.
Auglýsing

Andri Þór Björnsson komst ekki áfram á lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska meistaramótið í golfi. GR-ingurinn lék 36 holur í gær á Woburn vellinum og var hann samtals á +7 (72-79). Þrír kylfingar komust áfram á risamótið af þessum velli en Paul Dunne frá Írlandi sigraði á -9 samtals.

Andri Þór náði að komast í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Opna breska sem fram fer á Troon vellinum í Skotlandi í júlí.

Alls voru 12 keppendur sem tryggðu sér keppnisrétt á risamótinu á fjórum keppnisvöllum á lokaúrtökumótinu. Margir þekktir kylfingar voru þar á meðal. Skotinn Colin Montgomerie rétt slapp í gegnum síuna á Gailes Links vellinum þar sem Oskar Arvidsson frá Svíþjóð og Scott Fernandez frá Spáni voru fyrir ofan hinn 53 ára gamla Montgomerie. Þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 2010 þar sem Montgomerie tekur þátt á Opna breska en árið 2009 lék hann í 21. sinn á ferlinum á Opna breska.

Eftirtaldir kylfingar tryggðu sér keppnisrétt á Opna breska á lokaúrtökumótinu:
Colin Montgomerie
Paul Dunne
Matthew Southgate
Scott Fernandez.
Oskar Arvidsson
Ryan Evans
Robert Rock
James Heath
Steven Alker.
Jack Senior
Dave Coupland
Paul Howard
Írinn Paul Dunne náði fínum árangri á mótinu í fyrra á St. Andrews þar sem hann var í forystu þegar 18 holur voru eftir en hann endaði í 30. sæti eftir 78 högg á lokahringnum, þar sem Zach Johnson frá Bandaríkjunum fagnaði sigri.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ