/

Deildu:

Belfry.
Auglýsing

Belfry golfsvæðið í Birmingham, sem fjórum sinnum hefur haldið Ryder-bikarinn, hefur notið mikilla vinsælda með íslenskra kylfinga á síðustu árum. Vinsældir golfsvæðsins með Íslendinga eru raunar orðnar slíkar að GB Ferðir er í dag langstærsti viðskiptavinur Belfry. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GB Ferðum.

Þegar litið er til fjölda erlendra kylfinga sem heimsækja þetta heimsþekkta golfsvæði eftir þjóðerni þá eru íslenskir kylfingar í þriðja sæti. Bandaríkjamenn eru í efsta sæti en um 20 bandarískar ferðaskrifstofur selja ferðir til Belfry. Svíar koma í öðru sæti og Ísland vermir svo þriðja sætið. Þetta undirstrikar um margt vinsældir golfsvæðisins meðal íslenskra kylfinga en GB Ferðir er eina ferðaskrifstofan á Íslandi sem býður upp á ferðir á Belfry.

[button color=”” size=”” type=”” target=”” link=””]„Þetta er mjög ánægjulegar fréttir. Það liggur mikil vinna að baki þessum árangri. Íslenskir kylfingar hafa svo sannarlega tekið Belfry golfsvæðinu með opnum örmum. Okkur hefur tekist að kynna svæðið vel í samstarfi við Icelandair sem býður upp á beint flug til Birmingham. Við erum himinlifandi með þennan áfanga,“ segir Jóhann Pétur Guðjónsson, eigandi GB Ferða.[/button]

Ryder-bikarinn fór síðast fram á Belfry golfsvæðinu árið 2002 þegar Evrópa fór með sigur af hólmi. Golfsvæðið státar sig af þremur frábærum golfvöllum auk æfingasvæðis í heimsklassa. Eftir veigamiklar breytingar á síðustu árum er Belfry golfsvæðið á ný orðið eitt allra glæsilegasta golfsvæði Bretlandseyja.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ