Birgir Leifur Hafþórsson.
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, endaði í 33. sæti á SSE Schottish Hydro Challenge sem lauk í gær í Skotlandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu. Birgir Leifur léká -2 samtals (73-69-69-71).

Birgir Leifur er í 50. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Hann var í 46. sæti á þeim lista fyrir mótið í Skotlandi. Birgir hefur keppt á alls sex mótum á Áskorendamótaröðinni á þessu ári og er þetta besti árangur hans frá upphafi á stigalistanum. Besti árangr hans á tímabilinu er 4. sæti en hann hefur einnig endað í 11. og 21. sæti.

Það er að miklu að keppa að komast sem hæst á stigalistanum fyrir lok keppnistímabilsins. Alls komast 15 efstu beint inn á sjálfa Evrópumótaröðina og 45 efstu fá takmarkaðann keppnisrétt. Þeir sem eru í sætum 16.- 45. komast beint inn á lokaúrtökumótið í haust og fá einnig tækifæri á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar sem fram fer í Oman.

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ