Auglýsing

Fræðslufundur fyrir stjórnendur og starfsmenn golfklúbba á vegum Golfsambands Íslands fer fram þann 1. apríl n.k. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fyrirlestrarnir á fræðslufundinum snúast að mestu um rafrænt umhverfi golfhreyfingarinnar. Arnar Geirsson kerfis – og skrifstofustjóri GSÍ  mun kynna breytingar á tölvukerfinu golf.is. Margeir Steinar Ingólfsson, ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni, mun síðan halda fyrirlestur um samfélagsmiðla en Margeir hefur mikla reynslu á því sviði.

Tölvukerfið golf.is og markaðssetning á samfélagsmiðlum

Staður: Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, salur E, 3 hæð.
Stund: Laugardaginn 1 apríl, 10:00 – 12:30

Dagskrá:

Kl. 10.00 – 10.40:

  1. Helstu breytingar á tölvukerfinu golf.is.

Farið verður yfir helstu endurbætur og nýjungar í mótastjóranum.
Arnar Geirsson, kerfisstjóri GSÍ

Kl. 10.40 – 10.50:
Opnar umræður og athugasemdir.

Kl. 11.00 – 12.00:

  1. Samfélagsmiðlun sem virkar

Náðu forskoti með mikilli útbreiðslu og lægri kostnaði en með hefðbundinni markaðssetningu. Við stöndum á öldufaldi byltingar í markaðssetningu – byltingar samfélagsmiðlanna. Golfklúbbar sem læra að virkja þennan nýja vettvang geta náð stórkostlegu forskoti; gífurlegri útbreiðslu með margfalt lægri kostnaði en sem fylgir markaðssetningu með hefðbundnum leiðum.

Margeir Steinar Ingólfsson, ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni

Kl. 12.00 – 12.10:

Opnar umræður og athugasemdir.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á meðan á fundinum stendur og í lokin verður boðið upp á hádegisverð.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að smella hér:

Með bestu kveðju, Golfsamband Íslands

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ