/

Deildu:

Edwin Roald.
Auglýsing

Á baksíðu Morgunblaðsins í dag, föstudag, er fjallað um golfvallahönnuðinn Edwin Roald og hugmyndir hans um nýja sýn á holufjölda á golfvöllum, sem nú hafa fengið undirtektir hjá Royal and Ancient í St. Andrews.

Á why18holes.com, sérstöku vefsvæði sem Edwin heldur úti vegna hugmyndanna segir Steve Isaac, forstöðumaður golfvallamála hjá R&A:

„Golf er dásamleg íþrótt og heilnæm afþreying í róandi og náttúrulegu umhverfi sem stunduð er af milljónum manna um allan heim. Hún þarf eigi að síður að keppa við aðrar íþróttir og frístundakosti um tíma fólks. Aukinn sveigjanleiki hvað fjölda leikinna brauta varðar getur gert fleirum kleift að leika golf reglulega. Slík nálgun við hönnun golfvalla gæti jafnframt dregið úr landþörf sem og kostnaði við gerð þeirra og viðhald. Edwin Roald færir sterk rök fyrir slíkum sveigjanleika. Hugmyndir hans eru ögrandi og verðskulda alvarlega íhugun.“

Yfirlýsingin kemur í kjölfar erindis, sem Edwin hélt um málið á ársfundi FEGGA, samtaka golfvallastjórafélaga Evrópulandanna, í febrúar. Áður hafði Edwin fundað með Peter Dawson, æðsta manni R&A fyrir tveimur árum, og var honum þá boðið að skrifa grein um nálgun sína á vef R&A.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ