Egill Ragnar Gunnarsson slær hér á 5. teig á Korpunni á fyrri keppnisdeginum á úrtökumótinu um eitt öruggt sæti í A-landsliði karla. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

„Þetta er gríðarlega góð tilfinning og það hefur allt smollið saman í leik mínum að undanförnu,“ sagði hinn tvítugi Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG eftir að hafa tryggt sér sæti í A-landsliði karla á úrtökumóti sem haldið var fyrir landsliðshóp Íslands.

[pull_quote_right]Egill lék 72 holur á 9 höggum undir pari vallar samtals en leikið var á Korpúlfsstaðavelli. Skor Egils er sannarlega glæsilegt en til samanburðar þá lék Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG á -10 samtals þegar Íslandsmótið í höggleik fór fram á Sjónum og Ánni á Korpunni árið 2013.[/pull_quote_right]

Landsliðsþjálfararnir Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson völdu 15 kylfinga í úrtökumótið og 12 þeirra náðu að klára. Leiknar voru 36 holur á miðvikudaginn í síðustu viku og 36 holur voru leiknar í gær.

„Ég hef verið að bíða eftir svona hringjum og það gerðist á besta tíma. Ég er gríðarlega spenntur að fá tækifæri með A-landsliðinu á EM í Lúxemborg í júlí. Það sem hefur breyst hjá mér að undanförnu er að æfingarnar eru að skila sér og þá sérstaklega púttin. Ég er að gera færri mistök og fleiri löng pútt eru að detta ofaní holuna,“ sagði Egill Ragnar en hann mun halda utan til náms í Bandaríkjunum í haust.

„Þetta ár verður eftirminnilegt, það er öruggt,“ bætti Egill við en hann verður nemandi í Georgia State University í Atlanta á næsta skólaári. Egill Ragnar hefur tvívegis leikið með piltalandsliði Íslands og EM í Lúxemborg verður frumraun hans með A-landsliðinu.

A-landslið karla leikur í 2. deild á Evrópumeistaramótinu í Lúxemborg dagana 6.-9. júlí.

Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson velja fimm kylfinga til viðbótar og verður landsliðsvalið kynnt eftir KPMG-bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni.

Skorið á úrtökumótinu er hér fyrir neðan: 

Screen Shot 2016-06-08 at 10.12.48 PM

Séð yfir Sjóinn á Korpunni sem lítur glæsilega út í lok maí 2016. Mynd/seth@golf.is
Séð yfir Sjóinn á Korpunni sem lítur glæsilega út í lok maí 2016. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ