Svarfhólsvöllur.
Auglýsing

Frétt af heimasíðu GR: 

Það er sönn ánægja að kynna fjórða vinavöllinn fyrir komandi tímabil, Svarfhólsvöll hjá Golfklúbbi Selfoss. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi klúbbar fara í samstarf og þykir okkur afar ánægjulegt að tilkynna þessar fréttir til félagsmanna okkar. Svarfhólsvöllur er glæsilegur 9 holu völlur á besta stað á Selfossi. Það er allt í boði fyrir félagsmenn okkar þegar Golfklúbbur Selfoss er heimsóttur – glæsilegt klúbbhús, veitingaaðstaða og æfingasvæði. Í raun allt það sem félagsmenn GR þurfa áður haldið er af stað á völlinn.

Sömu reglur gilda á Svarfhólsvelli eins og öðrum vinavöllum GR sumarið 2016. Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða kr. 1600 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika á Svarfhólsvelli og skiptir ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Útbúinn verður bókunarlinkur á síðu GR á www.golf.is undir rástímar – vellir.

Með þessari frétt hefur Golfklúbbur Reykjavíkur tilkynnt fjóra vinavelli fyrir komandi sumar en þeir eru Hústóftarvöllur Grindavík, Garðavöllur Akranesi, Hamarsvöllur í Borgarnesi og nú Svarfhólsvöllur á Selfossi . Fimmti vinavöllur tímabilsins verður kynntur í lok þessarar viku.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ