Axel Bóasson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Það var heldur betur boðið upp á flugeldasýningu á öðrum keppnisdeginum á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag á Hvaleyrarvelli. Fjórir kylfingar eru samtals undir pari á mótinu sem er annað mótið í „final four“ úrslitakeppni Eimskipsmótaraðarinna en keppt er um Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn á þessu móti.

Axel Bóasson er efstur á -5 en hann lék 67 höggum í dag eða -4. Félagi hans úr Keili, Gísli Sveinbergsson, lék á -2 aftur í dag líkt og í gær og er hann höggi á eftir Axel. Alfreð Brynjar Kristinsson, klúbbmeistari GKG 2016, átti frábæran dag en hann lék á 65 höggum eða -6 en hann fékk alls átta fugla á hringnum sem er magnaður árangur. Ólafur Björn Loftsson, liðsfélagi Alfreðs, átti einnig góðan dag í blíðunni á Hvaleyrarvelli en hann lék á 66 höggum og fékk hann alls sjö fugla.

Það má búast við því að keppendurnir á Borgunarmótinu verði í svipuðum ham á sunnudaginn þegar lokahringurinn fer fram. Það er því um að gera að mæta á svæðið og virða fyrir sér bestu kylfinga landsins í harðri keppni við frábærar aðstæður og í flottri umgjörð hjá Keili.

Efstu kylfingar Borgunarmótsins fyrir lokahringinn.

1. Axel Bóasson, GK 137 högg (-5) (70-67).
2. Gísli Sveinbergsson, GK 138 högg (-4) (69-69).
3. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 139 högg (-3) (74-65).
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG 140 högg (-2) (74-66).
5. Kristján Þór Einarsson, GM 143 högg (+1) (70-73).
6. Björn Óskar Guðjónsson, GM 144 högg (+2) (76-68).
7. Ragnar Már Garðarsson, GKG 144 högg (+2) (76-68).
8. Haraldur Franklín Magnús, GR 144 högg (+2) (73-71).
9. Stefán Már Stefánsson, GR 145 högg (+3)(76-69).
10. Andri Már Óskarsson, GHR 146 högg (+4) (75-71).

Gísli Sveinbergsson slær hér á 10. teig í dag á Hvaleyrarvelli. Mynd/seth@golf.is
Gísli Sveinbergsson slær hér á 10. teig í dag á Hvaleyrarvelli. Mynd/seth@golf.is

Screen Shot 2016-07-16 at 4.46.38 PM Screen Shot 2016-07-16 at 4.46.26 PM Screen Shot 2016-07-16 at 4.46.14 PM Screen Shot 2016-07-16 at 4.46.02 PM

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ