/

Deildu:

Kristján Þór Einarsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing
– Afrekskylfingurinn Kristján Þór leikur af og til af rauðum teigum

Það eru margir á þeirri skoðun að kylfingar velji ekki rétta teiga þegar þeir fara í golf. Rauði þráðurinn í þeirri umræðu er þá oftast að kylfingar leiki á teigum sem henti ekki þeirra getu og þeir ættu því að færa sig á fremri teiga.

Afrekskylfingur á borð við Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar á ekki í erfiðleikum með að leika vel af öftustu teigum. Íslandmeistarinn frá árinu 2009 hefur verið í fremstu röð á Íslandi á undanförnum misserum en hann hefur samt sem áður góða reynslu af því að leika af fremstu teigum af og til.

[pull_quote_right]Það er frábær þjálfun fyrir mig andlega að leika t.d. af rauðum teigum[/pull_quote_right]

„Það er frábær þjálfun fyrir mig andlega að leika t.d. af rauðum teigum og fá þar með betri þjálfun í því að leika vel undir pari vallar. Mér finnst þetta góð æfing í því að sækja á pinnann, reyna að skora eins vel og hægt er þrátt fyrir að vera kannski 4 eða 5 undir pari vallar.

Ég á góðar minningar frá Hlíðavelli þegar ég hef leikið af rauðum teigum og í eitt sinn var ég nálægt því að leika á 58 höggum. Ég krækti tveggja metra pútti fyrir 58 höggum og var eiginlega svekktur með það. Á því augnabliki langaði mig mest að fara strax aftur og reyna aftur. Það gafst ekki tími í það því þetta var um kvöld og myrkrið að skella á.

Ég hef margoft staðið sjálfan mig að því að vera kannski 4-5 undir pari af hvítum teigum og detta í þann gír að reyna að verja skorið, í stað þess að halda bara áfram. Spila sama golfið, sækja á pinnann og reyna að skora eins og hægt er.“

Kristján Þór Einarsson slær hér á 10. teig á Garðavelli. Mynd/seth@golf.is
Kristján Þór Einarsson slær hér á 10. teig á Garðavelli. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ