Haraldur Franklín Magnús. Mynd/ragincajuns.com
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús sigraði á sterku háskólamóti í golfi sem lauk um helgina í Texas í Bandaríkjunum. Þetta er í annað sinn sem GR-ingurinn nær að sigra á háskólamóti en hann lék samtals á 10 höggum undir pari vallar. Leiknar voru 36 holur en ekki 54 eins og til stóð vegna úrkomu á  Laredo Country Club. Haraldur lék fyrsta hringinn á 66 höggum eða -6 og er það besti árangur hans á háskólamóti. Síðari hringinn lék hann á 68 höggum eða -4.

Haraldur Franklín er á lokaári sínu með Louisiana háskólaliðinu en hann fékk alls 12 fugla á hringjunum tveimur. Með þessum sigri hefur Haraldur Franklín náð 12 sinnum að vera á meðal 10 efstu á háskólamóti og sex sinnum hefur hann verið á meðal 5 efstu. Haraldur Franklín sigraði í fyrsta sinn á háskólamóti árið 2014 á Memphis Intercollegiate.

Screenshot (2)Þetta er aðeins í annað sinn sem kylfingur úr Louisiana háskólaliðinu sigrar á þessu móti en Craig Perks var sá fyrsti árið 1990.

Louisiana endaði í fjórða sæti í liðakeppninni á -7 samtals.

Ragnar Már Garðarsson endaði á -1 samtals en hann leikur einnig fyrir Louisiana háskólaliðinu. Ragnar lék á 75 og 68 höggum og endaði í 22. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ragnar lék síðustu 14 holurnar á mótinu á -6 og náði að komast upp um 38 sæti á lokahringnum.

Næsta mót hjá Haraldi og Ragnari fer fram 21.-22. mars þegar Lone Star mótið fer fram á  Briggs Ranch í i San Antonio í Texas.

Screenshot (3)

 

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ