Verðlaunagripurinn á Íslandsmóti golfklúbba GSÍ 1. deild karla. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Að gefnu tilefni er athygli vakin á því að skráning í tölvukerfi GSÍ þann 15. júní n.k. ræður því fyrir hvaða klúbb kylfingar geta keppt í Íslandsmóti golfklúbba sem fram fer í ýmsum aldursflokkum í júlí og ágúst 2019

Sbr. 7. grein móta- og keppendreglnanna:

„Kylfingar mega aðeins keppa fyrir einn golfklúbb á hverju tímabili og eru réttindin bundin við félagaskráningu í tölvukerfi GSÍ, 15. júní hvers árs.“

Fullorðnir:

26.–28. júlí: Íslandsmót golfklúbba, 1. deild karla og kvenna, GKG og GO.
26.–28. júlí: Íslandsmót golfklúbba, 2. deild kvenna, Akranes.
26.–28. júlí: Íslandsmót golfklúbba, 2. deild karla, Vestmannaeyjar.

16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 3. deild karla, Húsatóftavöllur, Grindavík.
16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 4. deild karla, Bárarvöllur, Grundarfjörður.

Unglingar:

27.–30. júní: Íslandsmót golfklúbba, 15 ára og yngri, Húsatóftavöllur, Grindavík.
27.–30. júní: Íslandsmót golfklúbba, 18 ára og yngri, Þorlákshafnarvöllur, Þorlákshöfn.
22. júlí: Íslandsmót golfklúbba, 12 ára og yngri, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.

Eldri kylfingar:

16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 1. deild karla, Hólmsvöllur í Leiru.
16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 2.–3. deild karla, Selsvöllur, Flúðir.

16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 4. deild karla, Kálfatjarnarvöllur, Vatnsleysuströnd.
16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 1.–2. deild kvenna, Öndverðarnesvöllur.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ