Gísli Sveinbergsson slær hér á 10. teig á Hvaleyrarvelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Kylfingurinn Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði sigraði á háskólamóti í Bandaríkjunum sem lauk 30. apríl. Gísli lék á átta höggum undir pari (68-70-71 -71) á MAC meistaramótinu sem fram fór á Virtues golfvellinum í Nashport í Ohio.

Lokastaðan:

Gísli sigraði með tveggja högga mun en hann keppir fyrir Kent háskólaliðið sem stóð einnig uppi sem sigurvegari í keppni níu skólaliða.  Kent liðið sigraði með 25 högga mun.

Bjarki Pétursson, sem leikur einnig fyrir Kent State, lék hringina fjóra á 12 höggum yfir pari og endaði í 19. sæti í einstaklingskeppninni. Bjarki hefur líkt og Gísli leikið frábært golf á tímabilinu en þeir eru hluti af einu besta golfliði Bandaríkjanna.

 

Næsta mót hjá Gísla og Bjarka er 15.-17. maí þegar þeir keppa á svæðismóti.

Bjarki Pétursson, GB, slær hér á 1. teig á Jaðarsvelli. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ