/

Deildu:

Auglýsing

Landslið eldri kylfinga náði frábærum árangri á Evrópumótinu sem lauk í gær í Waterloo í Belgíu. Ísland sendi lið til keppni í forgafarmótinu og á lokahringnum bætti Íslands stöðu sína verulega og endaði í 7. sæti og fór upp um fimm sæti á lokadeginum þar sem leikinn var einmenningur.

Af 18 þjóðum sem tóku þá í forgjafarmótinu (CUP) voru það aðeins þrjár þjóðir sem náðu betri árangri á lokahringnum.

Lokastaðan varð sú að Noregur varð sigurvegari með samtals 293 punktum, Spánverjar komu næstir með 283 punkta og þar næst komu Portugalar með sama punktafjölda. Ísland varð sem sagt í 7. sæti með 266 punkta. Það varð þvi mikil gleði í herbúðum íslenska liðsins þegar lokastaðan var tilkynnt. Að lokinni keppninni fór síðan fram glæsileg lokahátíð þar sem verðlaun voru veitt, bornar fram góðar veitingar og mótinu síðan slitið. Liðið kemur heim á morgun

Öll úrslit má sjá á hér: 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ