Auglýsing

Í dag 14. ágúst eru 75 ár liðin frá því að tíu menn hittust í golfskála Golfklúbbs Íslands í Öskjuhlíðinni og stofnuðu formlega samband þeirra þriggja golfklúbba sem þá voru í landinu. Golfklúbbur Íslands í Reykjavík, Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Vestmannaeyja stóðu sameiginlega að stofnun Golfsambands Íslands árið 1942.

Í tilefni af 75 ára afmæli Golfsambands Ísland í dag fer fram afmælisleikur GSÍ í samvinnu við GB ferðir.

Það eina sem þú þarft að gera til að komast í afmælispottinn er að leika golf á sjálfan afmælisdaginn, 14. ágúst, og skrá forgjafar- eða æfingarhring á golf.is. Hringurinn má vera 9 eða 18 holur.

Einn kylfingur sem leikur golf þennan dag verður dreginn út og fær að launum ferð fyrir tvo á hið sögufræga og glæsilega Belfry golfsvæði á auglýstum brottfarardögum GB ferða á tímabilinu 2017-2018.

Innifalið er 2 x flug með Icelandair til Birmingham, flugvallarskattur, flutningur á golfsetti, fjórar nætur í tvíbýli með morgunverði, ótakmarkað golf (hámark tveir hringir á Brabazon), aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ