Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/Fresno State.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili var valin í Evrópuliðið í golfi sem keppir í Patsy Hankins bikarnum 8.-10. mars. Mótið fer fram í Katar. „Það er mikill heiður að vera valin í þetta lið og ég er mjög spennt fyrir komandi verkefni,“ segir Guðrún Brá á fésbókarsíðu sinni.

Í Patsy Hanking mótinu keppa tvö lið skipuð áhugakylfingum, lið Evrópu mætir sameiginlegu liði leikmönnum frá Asíu-Kyrrahafseyjum. Mótið stendur yfir í þrjá daga og eru alls tólf leikmenn í hvoru liði. Keppnisfyrirkomulagið er með svipuðu sniði og þekkist í Ryderbikarnum og Solheim bikarnum.

Mótið er tileinkað Patsy Hankinss sem fæddist árið 1945 en hún lést árið 2015. Hún var frumkvöðull í kvennagolfinu í Nýja-Sjálandi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ