/

Deildu:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir á æfingasvæðinu í Wales. Mynd/JP.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Keili í Hafnarfirði, komst auðveldlega í gegnum niðurskurðinn á Opna breska áhugamannamótinu eftir tvo fyrstu hringina þar sem leikinn var höggleikur. Guðrún Brá endaði í 13. sæti á +1 samtals en hún lék á 74 og 70 höggum.

Hún er þessa stundina að leika gegn Romy Meekers frá Hollandi í 1. umferð í holukeppninni.

Hægt er að fylgjast með því hér: 

Leikið er á Pyle og Kenfig völlunum í Wales. Guðrún Brá lék á +3 á fyrsta hringnum þar sem hún fékk alls sex skolla og þrjá fugla.

Guðrún var í 57. sæti af alls 144 keppendum en bætti stöðun sína verulega með frábærum öðrum hring þar sem hún lék á 70 höggum eða -1.

Lokastaðan í höggleiknum: 

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að 144 keppendur leika 36 holur í höggleik og 64 efstu komast í holukeppnina sem tekur við af höggleiknum.

Þetta er í 114. sinn sem mótið fer fram. Keppnisvellirnir Pyle & Kenfig eiga sér langa sögu í alþjóðlegri keppni. Opna breska áhugamannamótið í karlaflokki hefur þrívegis farið fram á þessum völlum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ