Auglýsing

Ingvar Andri Magnús­son og Hulda Cl­ara Gests­dótt­ir hófu leik í gær í liðakeppninni á Ólympíuleikum ungmenna í Argentínu. Keppt var í fjórmenning þar sem liðin slógu einum bolta til skiptis.

Ingvar og Hulda, sem eru bæði úr GKG, fengu alls þrjá fugla og einn skolla á 18 holum. Þau léku á 68 höggum eða -2.

Þau eru í 26. sæti af alls 32 liðum eftir fyrsta hringinn af alls þremur. Ítalía er með mikla yfirburðastöðu eftir fyrsta hringinn. Ítalía lék á -13 eða 57 höggum.

2. keppnisdagur fer fram í dag þar sem leikinn verður fjórbolti en þá telur betra skor á hverri holur.  Á mánudaginn er lokahringurinn í liðakeppninni. Þá verður leikinn höggleikur og samanlagt skor hjá hverju liði telur.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ