Auglýsing

Í gær endurnýjuðu Icelandair og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands samning um áframhaldandi samstarf. Með þeim samningi staðfestir Icelandair þátttöku sína sem einn af fimm aðalstyrktaraðilum í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ til ársins 2020.

Icelandair endurnýjaði einnig samstarfssamninga við fimm sérsambönd innan ÍSÍ, þ.e. Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands, Körfuknattleikssambands Íslands, Golfsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra. Samstarf Icelandair og viðkomandi sérsambanda fela í sér víðtækt samstarf. Icelandair mun styðja dyggilega við starf þeirra og landsliðsstarf en rekstur landsliða felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög um allan heim.

Í samningi Icelandair og ÍSÍ er að finna nýtt ákvæði, fyrir sérsambönd sem ekki eru með sérstakan styrktarsamning við Icelandair, sem felur í sér afsláttarkjör á fargjöldum Icelandair á samningstímanum. Icelandair skal tryggja sérsamböndum ÍSÍ hagstæðustu fargjöld hverju sinni og lægsta mögulega hópfargjald þegar um landsliðshóp er að ræða.

„Samstarf ÍSÍ og Icelandair hefur verið afar farsælt í áratugi og erum við hæst ánægð með að hafa nú tryggt áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Stuðningur Icelandair við íþróttahópa ÍSÍ og landslið sérsambanda á ferðalögum til og frá keppni hefur verið ómetanlegur, ekki síst í kringum stór alþjóðleg mót og Ólympíuleika. Víðtækt leiðakerfi Icelandair gerir okkur auðvelt að komast á hagkvæman og öruggan hátt á milli staða“, sagði Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ við undirritun samninganna.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ