Stigameistarar Íslandsbankamótaraðarinnar 2017. Frá vinstri: Böðvar Bragi Pálsson (GR), Eva María Gestsdóttir (GKG), Dagbjartur Sigurbrandsson (GR), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), Ingvar Andri Magnússon (GR), Jóhannes Guðmundsson (GR). Laufey Jóna Jónsdóttir (GS) var ekki viðstödd.
Auglýsing

Uppskeruhátíð Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram í gærkvöld í íþróttamiðstöð GKG að loknu lokamóti tímabilsins hjá yngri kylfingum landsins. Alls voru 6 mót á dagskrá tímabilsins og alls tóku 208 keppendur þátt á mótum sumarsins. Stigameistarar voru krýndir í gær á lokahófinu í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum.

GR átti fimm af alls stigameisturum ársins 2017 á Íslandsbankamótaröðinni. Í fyrsta sinn var keppt í aldursflokknum 19-21 árs á Íslandsbankamótaröð unglinga var góð þátttaka í þeim flokki hjá piltunum.

Góð mæting var á uppskeruhátíðina þar sem keppendur og aðstandendur þeirra nutu góðra veitinga frá Mullingan veitingaþjónustunni hjá GKG. Hansína Þorkelsdóttir stjórnarmaður GSÍ og Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir frá Íslandsbanka sáu um verðlaunaafhendinguna ásamt Jóni Júlíusi Karlssyni stjórnarmanni GSÍ.

Stigameistarar Íslandsbankamótaraðarinnar 2017:

Piltar 19-21 árs:

*Alls 31 sem tóku þátt á mótum sumarsins.
1. Jóhannes Guðmundsson, GR 3965 stig
2. Vikar Jónasson, GK 3610 stig
3. Gunnar Blöndahl Guðmundsson, GKG 3535 stig
4. Víðir Steinar Tómasson, GA 3475 stig
5. Eggert Kristján Kristmundsson, GR 3422 stig
6. Björn Óskar Guðjónsson, GM 3110 stig
7. Helgi Snær Björgvinsson, GK 2880 stig
8. Ragnar Áki Ragnarsson, GKG 2805 stig
9. Axel Fannar Elvarsson, GL 2742.5 stig
10. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV 2662.5 stig

Stigameistarar í flokki 19-21 árs. Frá vinstri: Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, Gunnar Blöndahl Guðmundsson (GKG), Jóhannes Guðmundsson (GR) og Hansína Þorkelsdóttir. Á myndina vantar Vikar Jónasson (GK).

Piltar 17-18 ára:

*Alls 28 sem tóku þátt á mótum sumarsins.
1. Ingvar Andri Magnússon, GR 8245 stig
2. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 6665 stig
3. Viktor Ingi Einarsson, GR 6415 stig
4. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 6242 stig
5. Sverrir Haraldsson, GM 5237
6. Daníel Ísak Steinarsson, GK 4915 stig
7. Arnór Snær Guðmundsson , GHD 4422.5 stig
8. Sigurður Már Þórhallsson, GR 4382.5 stig
9. Elvar Már Kristinsson, GR 4192.5 stig
10. Lárus Garðar Long, GV 3652.5 stig

Stigameistarar í flokki 17-18 ára pilta: Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir frá Íslandsbanka, Viktor Ingi Einarsson (GR), Ingvar Andri Magnússon (GR), Ragnar Már Ríkharðsson (GM) og Hansína Þorkelsdóttir.

Piltar 15-16 ára:

*Alls 50 sem tóku þátt á mótum sumarsins.

1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR 7300 stig
2. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 7057.5 stig
3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 6505 stig
4. Andri Már Guðmundsson, GM 5765.62 stig
5. Kristófer Karl Karlsson, GM 5222.5 stig
6. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 4730 stig
7. Aron Emil Gunnarsson, GOS 4586.25 stig
8. Jón Gunnarsson, GKG 4365 stig
9. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 4075 stig
10. Lárus Ingi Antonsson, GA 3898.75 stig

Stigameistarar í flokki 15-16 ára: Hansína Þorkelsdóttir, Sigurður Bjarki Blumenstein (GR); Dagbjartur Sigurbrandsson (GR), Sigurður Arnar Garðarsson (GKG), og Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir frá Íslandsbanka.

Piltar 14 ára og yngri:

*Alls 48 sem tóku þátt á mótum sumarsins.

1. Böðvar Bragi Pálsson, GR 8665 stig
2. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG 7972.5 stig
3. Björn Viktor Viktorsson, GL 6232.5 stig
4. Sveinn Andri Sigurpálsson, GKG 5830 stig
5. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR 5715 stig
6. Breki Gunnarsson Arndal, GKG 5387.5 stig
7. Dagur Fannar Ólafsson, GKG 4065 stig
8. Jóhannes Sturluson, GKG 3980 stig
9. Kjartan Sigurjón Kjartansson, GR 3617.5 stig
10. Finnur Gauti Vilhelmsson, GR 3306.25 stig

Stigameistarar í flokki 14 ár og yngri pilstar: Hansína Þorkelsdóttir,. Björn Viktor Viktorsson (GL), Böðvar Bragi Pálsson (GR), Flosi Valgeir Jakobsson (GKG) og Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir frá Íslandsbanka.

Stúlkur 17-18 ára:

*Alls 13 sem tóku þátt á mótum sumarsins.

1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD 7565 stig
2. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG 6427.5 stig
3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 6370 stig
4. Zuzanna Korpak, GS 5117.5 stig
5. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, GR 3550 stig
6. Sigrún Linda Baldursdóttir, GM 2437.5 stig
7. Íris Mjöll Jóhannesdóttir, GKG 2212.5 stig
8. Helga María Guðmundsdóttir, GKG 2152.5 stig
9. Ólöf María Einarsdóttir, GM 2000 stig
10. Andrea Nordquist Ragnarsdóttir, GR 1815 stig

Stigameistarar í flokki stúlkna 2017. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir frá Íslandsbanka, Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS), Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), Anna Júlía Ólafsdóttir (GKG) og Hansína Þorkelsdóttir.

Stúlkur 15-16 ára:

*Alls 18 sem tóku þátt á mótum sumarsins:
1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 7645 stig
2. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 6227.5 stig
3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 5800 stig
4. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 5765 stig
5. Ásdís Valtýsdóttir, GR 4945 stig
6. Lovísa Ólafsdóttir, GR 4787.5 stig
7. Árný Eik Dagsdóttir, GKG 4150 stig
8. María Björk Pálsdóttir, GKG 4090 stig
9. Kristín Sól Guðmundsdóttir , GM 3937.5 stig
10. Marianna Ulriksen, GA 3910 stig

Stigameistarar í flokki 15-16 ára stúlkna: Hansina Þorkelsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), Alma Rún Ragnarsdóttir (GKG) og Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir frá Íslandsbanka.

Stúlkur 14 ára og yngri:

*Alls 16 sem tóku þátt á mótum sumarsins:

1. Eva María Gestsdóttir, GKG 9015 stig
2. Perla Sól Sigurbrandsdóttir , GR 6887.5 stig
3. Kinga Korpak, GS 6050 stig
4. María Eir Guðjónsdóttir, GM 5805 stig
5. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG 5020 stig
6. Margrét K Olgeirsdóttir Ralston, GM 4800 stig
7. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR 4785 stig
8. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR 3440 stig
9. Auður Sigmundsdóttir, GR 2982.50 stig
10. Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR 1650 stig

Stigameistarar í flokki 14 ára og yngri stúlkna. Hansina Þorkelsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir (GR), Eva María Gestsdóttir (GKG) og Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir frá Íslandsbanka.

Stúlkur 19-21 árs:

*Alls 4 sem tóku þátt á mótum sumarsins:

1. Laufey Jóna Jónsdóttir, GS 5100 stig
2. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM 3100 stig
3. Erla Marý Sigurpálsdóttir, GFB 2700 stig
4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 2000 stig

Stigameistarar í flokki stúlkna 19-21 árs. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir frá Íslandsbanka, Erla Marý Sigurpálsdóttir (GFB) og Hansína Þorkelsdóttir. Laufey Jóna Jónsdóttir (GS) og Arna Rún Kristjánsdóttir (GM) voru ekki viðstaddar.
Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar 2017.
Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar 2017.
Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar 2017.
Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar 2017.
Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar 2017.
Frá lokahófi Íslandsbankamótaraðarinnar 2017.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ