/

Deildu:

Frá vinstri: Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ, Þórunn Inga Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri íþróttasviðs Altis og Stefán Garðarsson markaðs-og sölustjóri GSÍ.
Auglýsing

Golfsamband Íslands og Altis heildverslun hafa samið um að landslið Íslands muni nota Cross golffatnað í keppnum og á ferðum sínum fyrir Íslandshönd til næstu fjögurra ára.

Brynjar Eldon Geirsson, Stefán Garðarsson og Þórunn Inga Ingjaldsdóttir undirrituðu samninginn í vikunni.

Cross er sænskt golfmerki, hannað fyrir kylfinga síðan 1986. Cross hefur verið í samstarfi við Altis síðastliðin fjögur ár en Altis er meðal annars með verslun í Bæjarhrauni 8.

Þetta er liður í því að kynna vörumerkið Cross á Íslandi, við erum gríðalega stolt og full tilhlökkunar fyrir komandi samvinnu er haft eftir Þórunni Ingu Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóra íþróttasviðs Altis.

„Það er okkur sérstakt ánægjuefni að geta boðið afrekskylfingum sem spila með landsliðum Íslands áfram upp á vandaðan golffatnað sem stenst ýtrustu kröfur. Fjölmargir kylfingar munum spila fyrir hönd Íslands á árinu, þar ber hæst þátttaka okkar í Evrópukeppnum landsliða og einstaklinga auk annarra verkefna. Við hjá Golfsambandinu fögnum samstarfinu við Altis heildverslun og Cross og hlökkum til að kynna nýja fatalínu landsliðsins,“ segir Stefán Garðarsson markaðs-og sölustjóri Golfsambands Íslands.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ