Berglind Björnsdóttir og Gísli Sveinbergsson hafa titla að verja á Íslandsmótinu í holukeppni. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Þrír fyrrum Íslandsmeistarar í holukeppni eru á meðal keppenda í KPMG-bikarnum sem fram fer í Vestmannaeyjum 23.-25. júní. Kristján Þór Einarsson úr GM varð Íslandsmeistari í holukeppni árið 2009 og Berglind Björnsdóttir úr GR sem mætir í titilvörnina í Eyjum. Heiða Guðnadóttir úr GM sem fagnaði þessum titli árið 2015 er einnig á meðal keppenda.

Gísli Sveinbergsson úr GK hefur titil að verja frá því í fyrra en Gísli kemst ekki í titilvörnina vegna þátttöku hans á Opna breska áhugamannamótinu.

Fyrst var keppt á Íslandsmótinu í holukeppni árið 1988 og mótið í ár það 30. frá upphafi. Fyrstu Íslandsmeistararnir í holukeppni voru þau Úlfar Jónsson og Karen Sævarsdóttir. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast fagnað þessum titli í karlaflokki eða fjórum sinnum. Í kvennaflokki hefur Ragnhildur Sigurðardóttir oftast sigrað eða sjö sinnum alls.

Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi:

Karlaflokkur:
1988 Úlfar Jónsson (1)
1989 Sigurður Pétursson (1)
1990 Sigurjón Arnarsson (1)
1991 Jón H Karlsson (1)
1992 Björgvin Sigurbergsson (1)
1993 Úlfar Jónsson (2)
1994 Birgir Leifur Hafþórsson (1)
1995 Örn Arnarson (1)
1996 Birgir Leifur Hafþórsson (2)
1997 Þorsteinn Hallgrímsson (1)
1998 Björgvin Sigurbergsson (2)
1999 Helgi Þórisson (1)
2000 Björgvin Sigurbergsson (3)
2001 Haraldur Heimisson (1)
2002 Guðmundur I. Einarsson (1)
2003 Haraldur H. Heimisson (2)
2004 Birgir Leifur Hafþórsson (3)
2005 Ottó Sigurðsson (1)
2006 Örn Ævar Hjartarson (1)
2007 Ottó Sigurðsson (2)
2008 Hlynur Geir Hjartarson (1)
2009 Kristján Þór Einarsson (1)
2010 Birgir Leifur Hafþórsson (4)
2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson (1)
2012 Haraldur Franklín Magnús (1)
2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson (1)
2014 Kristján Þór Einarsson (2)
2015 Axel Bóasson (1)
2016 Gísli Sveinbergsson (1)

Kvennaflokkur:
1988 Karen Sævarsdóttir (1)
1989 Þórdís Geirsdóttir (1)
1990 Ragnhildur Sigurðard (1)
1991 Karen Sævarsdóttir (2)
1992 Karen Sævarsdóttir (3)
1993 Ragnhildur Sigurðard (2)
1994 Karen Sævarsdóttir (4)
1995 Ólöf María Jónsdóttir (1)
1996 Ólöf María Jónsdóttir (2)
1997 Ragnhildur Sigurðardóttir (3)
1998 Ólöf María Jónsdóttir(3)
1999 Ólöf María Jónsdóttir(4)
2000 Ragnhildur Sigurðardóttir (4)
2001 Ragnhildur Sigurðardóttir (5)
2002 Herborg Arnarsdóttir (1)
2003 Ragnhildur Sigðurðard. (6)
2004 Ólöf María Jónsdóttir(5)
2005 Ragnhildur Sigurðard.(7)
2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir (1)
2007 Þórdís Geirsdóttir (2)
2008 Ásta Birna Magnúsdóttir (1)
2009 Signý Arnórsdóttir (1)
2010 Valdís Þóra Jónsdóttir (1)
2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (1)
2012 Signý Arnórsdóttir (2)
2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (2)
2014 Tinna Jóhannsdóttir (1)
2015 Heiða Guðnadóttir (1)
2016 Berglind Björnsdóttir (1)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ