Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR náði frábærum árangri á 2. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Ólafía tryggði sér keppnisrétt á lokaúrtökumótinu og hún tryggði sér jafnframt keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum.

Ólafía er fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að tryggja sér keppnisrétt á bandarískri atvinnumótaröð en hún lék hringina fjóra á pari vallar samtals,  (72-73-71-72). Hún endaði í 12.-14. sæti af alls 192 keppendum.

Lokastaðan

LPGA mótaröðin í Bandaríkjunum er sú sterkasta í veröldinni.

Úrtökumótið fór fram á Plantation golfsvæðinu í Flórída í Bandaríkjunum. Alls tóku 192 keppendur þátt og var leikið á tveimur keppnisvöllum sem kallast Bobcat og Panther.

Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að leiknar voru 72 holur eða fjórir keppnishringir á fjórum dögum. Þeir kylfingar sem náðu að enda í einu af 80 efstu sætunum komast áfram á lokaúrtökumótið eða 3. stigið. Þeir hafa jafnframt tryggt sér keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum í kvennaflokki.

Ólafía er fyrsta konan frá Íslandi sem nær inn á 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina. Hún hefur dvalið að undanförnu í Bandaríkjunum við æfingar en hún mun keppa á tveimur mótum á LET Evrópumótaröðinni eftir úrtökumótið.

„Ég hef undirbúið mig með svipuðum hætti fyrir þetta mót og ég gerði fyrir 1. stigið. Mesta áherslan hefur verið á stutta spilið og „pitch“ högg. Ég hef mest hugsað um gæðin á æfingunum og ekki endilega hve miklum tíma ég eyði í æfingarnar,“ sagði Ólafía í samtali við golf.is.

Alfreð Brynjar, afrekskylfingur úr GKG, verður systur sinni til aðstoðar á 2. stigi úrtökumótsins. „Það verður gaman að hafa Alfreð með, hann hefur oft verið kylfuberi hjá mér þegar ég var yngri, og hann þekkir mig mjög vel. Svo er hann toppkylfingur og það skaðar ekki.“

Ólafía segir að hann hún hafi lagt mikið á sig við æfingar að undanförnu og æft eins og „brjálæðingur“. „Ég spila alltaf best þegar ég geri engar væntingar og þannig verður planið fyrir þetta mót. Ég hef æft vel með það að markmiði að auka möguleikana á að komast inn á lokastigið. Það kemur síðan bara í ljós hvað gerist. Hlutirnir fara nákvæmlega eins og þeir eiga að fara og það góða við það er að ég dreg lærdóm af því – sama hvað gerist.“

[pull_quote_right]Ég hef æft vel með það að markmiði að auka möguleikana á að komast inn á lokastigið[/pull_quote_right]

Ólafía Þórunn vann sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í lok s.l. árs. Hún er aðeins önnur íslenska konan sem nær inn á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir úr GK var sú fyrsta sem braut ísinn árið 2004, fyrst allra íslenskra kylfinga.

Ólafía hefur ekki fengið tækifæri á nema fjórum mótum það sem af er tímabilinu en hún er þrátt fyrir það í 121. sæti á peningalista mótaraðarinnar. Besti árangur hennar á tímabilinu er 16. sæti.

Thomas Bojanowski unnusti Ólafíu er aðstoðarmaður hennar í mörgum mótum og hann var til staðar í Frakklandi. Mynd/seth@golf.is
Thomas Bojanowski unnusti Ólafíu er aðstoðarmaður hennar í mörgum mótum. Mynd/seth@golf.is

Eftir úrtökumótið á 2. stigi LPGA mun Ólafía Þórunn halda til Kína þar sem hún fékk boð um taka þátt á sterku LET móti.

[pull_quote_right]Eftir úrtökumótið á 2. stigi LPGA mun Ólafía Þórunn halda til Kína þar sem hún fékk boð um taka þátt á sterku LET móti.[/pull_quote_right]

„Ég hefði getað farið á tvö mót í röð í Kína en annað mótið stangast á við úrtökumótið á 2. stiginu á LPGA. Það var erfitt að afþakka það boð en ég get verið ánægð með að geta ekki tekið þátt vegna góðs árangurs á 1. stigi úrtökumótsins. Ég fæ síðan að taka þátt á lokamótinu á LET Evrópumótaröðinni sem fram fer í Abu Dhabi. Ég vonast til þess að geta nýtt þessi mót til þess að halda keppnisréttinum á LET Evrópumótaröðinni. Kristinn bróðir minn ætlar að fara með mér til Kína en það verður erfið dagskrá. Ég næ ekki að mæta til Kína fyrr en degi fyrir mótið og það verður verkefni að snúa við sólahringnum. Ég er ekki með miklar væntingar fyrir það mót. Ég hef oft leikið vel við slíkar aðstæður og þetta verður áhugavert verkefni og skemmtileg áskorun. Mótið í Abu Dhabi verður síðan mótið þar sem ég þarf að gefa allt í til þess að halda kortinu mínu á LET Evrópumótaröðinni,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ