11/08/2018. Ladies European Tour 2018. European Championships, PGA Centenary Course. Gleneagles, Scotland August 8 -12 2018. Valdis Jonsdottir, Olafia Kristinsdottir Axel Boasson and Birgir Hafthorsson of Iceland with thier gold medals. Credit: Tristan Jones
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson fögnuðu sigri í dag á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppni.

Mótið fór fram á Gleneagles í Skotlandi og er hluti af meistaramóti Evrópu sem fram fer á tveimur stöðum í Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram.

Ólafía Þórunn og Axel voru saman í liði og Birgir Leifur og Valdís Þóra léku saman. Þau skiptust á að slá upphafshöggin á hverri holu og léku síðan einum bolta út holuna. Samanlagt skor beggja liða taldi í liðakeppninni.

Ísland lék á -3 samtals og en Bretland 2 var í öðru sæti, höggi á eftir.

Keppnisdagurinn var eftirminnilegur hjá íslensku kylfingunum. Birgir Leifur og Valdís hófu leik aðeins á undan liðsfélögum sínum. Það gekk á ýmsu á hringnum hjá Birgi og Valdísi – en frábær lokakafli kom Íslandi í vænlega stöðu. Valdís Þóra setti niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 18. holu úr erfiðri stöðu – eitt af höggum mótsins án efa.

Ólafía og Axel byrjuðu með miklum látum og fengu fjóra fugla í röð á fyrri 9 holunum. Þau léku af öryggi á síðari 9 holunum og tryggðu sigur Íslands með pari á lokaholunni.

Sannarlega stórkostlegur árangur hjá íslensku kylfingunum.

11/08/2018. Ladies European Tour 2018. European Championships, PGA Centenary Course. Gleneagles, Scotland August 8 -12 2018. Valdis Jonsdottir, Olafia Kristinsdottir Axel Boasson and Birgir Hafthorsson of Iceland with thier gold medals. Credit: Tristan Jones

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ