Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær hér á 10. teig. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2016,  er úr leik á  á ISPS HANDA meistaramótinu sem hófst á Hubbelrath vellinum í Düsseldorf í gær. Ólafía lék fyrstu tvo hringina á +5 samtals (75-74) en hún var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Alls eru 144 keppendur sem tóku þátt og heildarverðlaunaféð er um 67 milljónir kr.

screen-shot-2016-09-09-at-8-12-00-pm

 

Heimasíða mótsins: 

Allir sterkustu kylfingarnir á LET Evrópumótaröðinni eru á meðal keppenda en þetta er fyrsta mótið sem fram fer á mótaröðinni eftir að Ólympíuleikunum í Ríó lauk í ágúst s.l.

Í næstu viku efstu síðan Evian meistaramótið í Frakklandi sem er eitt af fimm risamótum ársins í atvinnugolfi kvenna.

Ólafía hefur fengið mun færri tækifæri á LET Evrópumótaröðinni á þessu tímabili en vonir stóðu til. Nokkur mót hafa fallið út vegna fjárhagsörðuleika mótshaldara og einnig var hætt við mót í Tyrklandi vegna óstöðugs ástands þar í landi.

Mótið í Þýskalandi er aðeins þriðja mótið á sjálfri LET Evrópumótaröðinni en Ólafía hefur einnig tekið þátt á tveimur úrtökumótum fyrir Opna bandaríska meistaramótið og Evian meistaramótið. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta mótinu á LET Evrópumótaröðinni en hún náði síðan frábærum árangr á öðru mótinu í Tékklandi þar sem hún endaði í 16. sæti á -5 samtals. Fyrir þann árangur fékk hún um 530.000 kr. í verðlaunfé.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ