/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/KPMG.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á ShopRite LPGA Classic mótinu í New Jersey á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék á 74 höggum á öðrum hringnum eftir að hafa leikið á 73 höggum á fyrsta hringnum, samtals á +5.

Ólafía Þórunn var tveimur höggum frá því að komast áfram. Hún hóf leik í dag á 10. teig og byrjaði á því að fá fugl. Hún fékk síðan þrjá skolla og lagaði stöðu sína með fugli á 18. Á síðari 9 holunum fékk hún skolla á 7., og 8. en fugl á lokaholunni.

Ólafía endaði í 56. sæti fyrir viku síðan á LPGA móti í Detroit.

Hægt er að fylgjast með Ólafíu með því að smella hér: 

Mótið er áttunda mótið á LPGA ferli Ólafíu Þórunnar en hún er eini íslenski kylfingurinn sem hefur unnið sér inn keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims, LPGA.

Ólafía er í sæti nr. 115 á stigalista LPGA en hún þarf að vera í hópi 100 efstu á listanum í lok keppnistímabilsins til þess að halda fullum keppnisrétti. Sæti nr. 101-125 gefa takmarkaðann keppnisrétt á næsta tímabili.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ