Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sýndi mikla íþróttamennsku og virðingu fyrir golfíþróttinni á lokahringnum á ISPS Handa mótinu á LPGA í Ástralíu í nótt.

Ólafía Þórunn ákvað að dæma á sig tvö vítishögg á 7. brautinni þar sem hún lenti í atviki í flatarglompu.

Þar fannst Ólafíu eins og að kylfuhausinn hefði rekist í illa rakaðri glompunni í aftursveiflunni. Hún var ekki alveg viss en samt fannst henni að kylfuhausinn hafi komið við sandinn. Það sá enginn atvikið. Hún ákvað að fá dómara til að fara yfir þetta með sér – og niðurstaðan var að Ólafía dæmdi tvö vítishögg á sig samkvæmt reglu 13-4/31.

„En það sá þetta enginn nema ég. Ég gekk því upp að dómaranum og sagði frá þessu. Ég spilaði holuna á pari en heiðarleikinn kostaði mig tvö högg. En það var miklu betra að gera þetta svona enda er ég ekki þannig manneskja sem getur bara haldið áfram. Það hefði allt farið í rugl hjá mér. Ég náði að koma sterk til baka og fékk fugla á næstu tveimur holum á eftir. Ég náði því að bæta fyrir þetta.“ segir Ólafía í samtali við visir.is.

Ólafía Þórunn segir að hún hafi verið stolt að því að hafa tekið þessa ákvörðun þar sem að allir kylfingar eigi að virða eigi reglurnar. Golfíþróttin standi fyrir heiðarleika og virðingu fyrir golfreglunum.

Screen Shot 2017-02-19 at 8.43.29 AM

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ