Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Það var mikið fjölmenni á fundi sem KPMG hélt í gær í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Borgartúni miðvikudaginn 8. febrúar. Þar var stuðningssamningur KPMG við atvinnukylfinginn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR kynntur með ítarlegum hætti.

Shawn Quill frá KPMG í Bandaríkjunum ræddi við Ólafíu Þórunni um ýmsa hluti sem var áhugavert fyrir gesti að heyra. Í stuttu máli sagt fór Ólafía Þórunn á kostum þar sem hún sagði sögur frá Wake Forest, lokaúrtökumótinu, fyrsta LPGA mótinu á Bahamas og því sem er framundan.

KPMG á Íslandi og Ólafía Þórunn skrifuðu nýverið undir alþjóðlegan stuðningssamning. Ólafía Þórunn verður þar með einn af merkisberum KPMG á LPGA mótaröðinni ásamt m.a. Stacey Lewis sem er á meðal 20 efstu á heimslistanum. Merkisberar KPMG í golfíþróttinni eru heimsþekktir kylfingar á borð við Phil Mickelson, Lewis, Mariah Stackhouse, Paul Dunne og Klara Spilkova. Ólafía verður með KPMG merkið framan á derhúfu sinni þegar hún keppir á LPGA á árinu 2017. Samningurinn er til þriggja ára og mun Ólafía Þórunn fá fastar greiðslur frá KPMG. Að auki eru árangurstengdar greiðslur ef vel gengur, svo sem fyrir að sigur, lokastöðu á mótaröðinni og sæti í Solheim liðinu.

Shawn Quill frá KPMG í Bandaríkjunum ræddi við Ólafíu Þórunni um ýmsa hluti sem var áhugavert fyrir gesti að heyra. Mynd/seth@golf.is
Shawn Quill frá KPMG í Bandaríkjunum ræddi við Ólafíu Þórunni um ýmsa hluti sem var áhugavert fyrir gesti að heyra. Mynd/seth@golf.is

[quote_box_right]Samningurinn er til þriggja ára og mun Ólafía Þórunn fá fastar greiðslur frá KPMG. Að auki eru árangurstengdar greiðslur ef vel gengur, svo sem fyrir að sigur, lokastöðu á mótaröðinni og sæti í Solheim liðinu.[/quote_box_right]

Samingurinn felur einnig í sér að Ólafía Þórunn kemur fram fyrir hönd KPMG á viðburðum hér á Íslandi og á vegum KPMG í Bandaríkjunum þar sem hún hefur vakið athygli.

„Það er ljóst að frammistaða Ólafíu hefur vakið mikla athygli erlendis og það að hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem tryggir sér keppnisrétt á þessari stærstu mótaröð í heimi. Sem hluti af KPMG fjölskyldunni mun hún taka þátt í viðburðum á vegum KPMG hér á landi og erlendis. Kynnast stjórstjörnum á borð við Phil Mickelson og Stacey Lewis. Það er von okkar að þessi samningur styðji þétt við bakið á Ólafíu og opni henni ný tækifæri,“ segir Jón S. Helgason framkvæmdastjóri KPMG.

Ólafía Þórunn heldur utan til Ástralíu á föstudaginn þar sem hún mun leika á LPGA mótaröðnni, ISPS HANDA mótinu, sem hefst þann 16. febrúar í Grange.

IMG_7052 IMG_7001 IMG_7006 IMG_7012 IMG_7014 IMG_7022 IMG_7059 IMG_7041 IMG_7090 IMG_7112 IMG_7137

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ