Auglýsing

Bjarki Pétursson úr GB og Gísli Sveinbergsson úr GK enduðu jafnir í 37.-39. sæti á Opna portúgalska áhugamannamótinu sem lauk í gær. Bjarki lék lokahringinn á 76 eða +4 og Gísli lék á 74 eða +2.

Þeir voru á sama skorinu eftir 54 holur eða 218 höggum. Gísli lék hringina þrjá á 74-70-74  en Bjarki lék á 74-68-76. Par vallarins var 72 högg.

„Ég var ekki góður á lokahringnum. Ég var á parinu eftir um 13 holur en þá var eins og orkan væri búinn. Tók rangar ákvarðanir á síðustu holunum. Þetta mót var samt sem áður fín reynsla og maður tekur það jákvæða með sér úr þessum degi og vinnur svo í því slæma. Ég er finn fyrir tilhlökkun að takast á við næsta mót sem verður í mars,“ sagði Bjarki Pétursson við kylfingur.is.

Axel Bóasson úr Keili og Kristján Þór Einarsson úr GM voru einnig á meðal keppenda en þeir náðu ekki að komast í hóp 40 efstu sem náðu að komast í gegnum niðurskurðinn. Þriðja umferðin á mótinu var felld niður vegna þoku og voru aðeins leiknar 54 holur.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ