Auglýsing

Sjóðsstjórn, skipuð þeim Helgu H. Magnúsdóttur, Elsu Nielsen og Kristínu Rós Hákonardóttur hefur farið yfir umsóknir vegna úthlutunar úr Styrktarsjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2016. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 81 talsins.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögu sjóðsstjórnar vegna úthlutunar ársins 2016. Úthlutunin nemur í heild sinni 2,5 milljónum króna. Styrkurinn skiptist á eftirtaldan hátt:

429a9054
Vigdís Guðmundsdóttir tók við viðurkenningunni fyrir dóttur sína.

Saga Traustadóttir kylfingur, 250.000. Saga hefur náð góðum árangri á síðastliðnum tímabilum og lækkað forgjöf sína hratt. Á síðasta keppnistímabili sigraði Saga á einu af mótum Eimskipsmótaraðar fullorðinna. Síðustu tvö tímabil hefur hún sigrað Íslandsbankamótaröðina í sínum aldursflokki. Framundan eru ferðir á mót í Bandaríkjunum til að ná sér í verðmæta reynslu.

Ingvar Andri Magnússon kylfingur, 250.000. Ingvar Andri er einn af efnilegustu kylfingum landsins. Hefur hann síðastliðin fjögur ár fagnað stigameistaratitli á Íslandsbankamótaröðinni. Styrkurinn er veittur til að komast á fleiri mót erlendis sem gefa ómetanlega reynslu til lengri tíma litið.

Kristófer Darri Finnsson badminton, 250.000. Kristófer Darri er metnaðarfullur badmintonspilari sem verið hefur í yngri landsliðum í badminton upp alla yngri flokka en er nú kominn í A-landslið Íslands. Kristófer Darri fær styrk til að sækja mót erlendis sem gefa stig á heimslista.

Andri Nikolaysson Mateev skylmingar – höggsverð, 250.000. Andri hefur náð eftirtektarverðum árangri þar sem hann er Norðurlandameistari í U17 og U20 ára flokkum. Á Evrópubikarmóti sem haldið var í Sofíu Búlgaríu hafnaði Andri í 11. sæti. Komandi ár verður annasamt með m.a. keppni á EMU18 og U21, EM og HM fullorðinna.

Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir samkvæmisdans, 500.000. Kristinn Þór og Lilja Rún eru danspar á heimsmælikvarða. Á árinu voru þau fyrstu Íslendingarnir til að vinna eitt sterkasta dansmót í heimi, The International championship sem haldið er í Englandi. Þar sigruðu þau 125 pör víðs vegar að úr heiminum. Framundan eru fjölmargar æfinga og keppnisferðir á dagskránni m.a. opin Evrópu- og Heimsmeistaramót.

Frjálsíþróttasamband Íslands, 1.000.000 vegna stórmóta og úrvalshóps FRÍ. Framtíðin er björt í frjálsum íþróttum með fjölmörgum efnilegum unglingum sem stefna langt. Á næsta ári eru fjölmörg verkefni fyrirhuguð á vegum FRÍ fyrir unglinga á þessum aldri, þar sem margt efnilegt íþróttafólk hefur náð lágmörkum. Auk verkefna innanlands til undirbúnings má m.a. nefna Junioren-Gala í Mannheim í Þýskalandi, EM 16-19 á Ítalíu auk Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá styrkþega ásamt Helgu Magnúsdóttur formanni sjóðsstjórnar, Helgu Steinunni Guðmundsdóttur varaforseta ÍSÍ og Björgvini Inga Ólafssyni framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka.

429a9173

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ