Auglýsing

Ellefu íslenskir kylfingar tóku þátt á Skandia Junior mótinu í Ystad í Svíþjóð um helgina en mótið er ætlað kylfingum sem eru 21 árs og yngri. Saga Traustadóttir úr GR var sú eina sem komst í gegnum niðurskurðinn á þessu móti en hún endaði í 11. sæti á +16 (80-72-80) þremur höggum á eftir efsta kylfingnum.

Lokstaðan

Eva Karen Björnsdóttir (GR) (84-81), Særós Eva Óskarsdóttir (GKG) (85-85) og Helga Kristín Einarsdóttir (NK) (85-89) komust ekki í gegnum niðurskurðinn en þeir kylfingar sem voru á +13 eða betra skori komust áfram.

Patrekur Nordquist (GR) (80-75) og Ingvar Magnússon (GR) (79-76) voru einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Henning Darri Þórðarson úr GK lék á +12 samtals (73-83) og komst ekki áfram.

Tumi Hrafn Kúld (GA) (80-77), Kristján Benedikt Sveinsson (GA) (78-81), Egill Ragnar Gunarsson (GKG) (83-78), Arnór Snær Guðmundsson (GHD) (83-88) léku einnig á þessu móti og komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

 Veðrið var ekki gott á fyrsta keppnisdeginum þar sem mikið rok var á keppnisvellinum en veðrið var skárra á öðrum keppnisdeginum.

Anna Backmann frá Finnlandi sigraði í kvennaflokki á -2 samtals (73-70-71).
Felix Kvarnström frá Svíþjóð sigraði í karlaflokknum á -1 samtals (72-69-74).

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ