Signý með Hvaleyrarbikarinn. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Signý Arnórsdóttir úr Keili sigraði í kvennaflokki á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hvaleyrarvelli. Signý lék frábært golf á lokahringnum þar sem hún lék á einu höggi undir pari vallar eða 70 höggum. Hún var fjórum höggum betri en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sem varð önnur og Berglind Björnsdóttir úr GR varð þriðja á +16 samtals.

„Ég fékk sjö fugla og einn tvöfaldan skolla og þetta var skemmtilegt mót. Það er alltaf gaman að vinna golfmót. Ég hef verið að spila mikið undanfarnar vikur en fram að þeim tíma gafst ekki mikill tími í golfið. Ég fer í titilvörnina á Íslandsmótinu í næstu viku með það að hugarfari að hafa gaman þessu líkt og ég geri alltaf,“ sagði Signý Arnórsdóttir.

1. Signý Arnórsdóttir, GK (79-72-70) 221 högg +8
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-74-76) 225 högg +12
3. Berglind Björnsdóttir, GR (76-77-76) 229 högg +16
4. Karen Guðnadóttir, GS (82-79-70) 231 högg +18
5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (81-78-74) 233 högg +20

Screen Shot 2016-07-17 at 6.31.35 PM

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ