/

Deildu:

Kristófer Tjörvi Einarsson.
Auglýsing
– Grunnskólaneminn Kristófer Tjörvi lék á 64 höggum í Eyjum í sumar

Kristófer Tjörvi Einarsson hefur vakið athygli fyrir leik sinn og árangur á golfvellinum á undanförnum misserum. Kristófer er í Golfklúbbi Vestmannaeyja og er í 10. bekk. Golfíþróttin er honum í blóð borin því móðir hans er Sara Jóhannsdóttir sem er úr mikilli golffjölskyldu úr GK og Einar Gunnarsson faðir Kristófers er PGA kennari og íþróttastjóri GV.

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi?
„Að vera á golfvellinum er bara það skemmtilegasta sem ég geri.“

Hvað er skemmtilegast við golfið?
„Ná góðu skori, vera með vinum sínum í golfi og þetta er líka góð hreyfing.“

Framtíðardraumarnir í golfinu?
„Að verða atvinnumaður og komast á PGA mótaröðina.“

Hver er styrkleikinn þinn í golfi?
„Vippin og upphafshöggin með drævernum.“

Hvað þarftu að laga í þínum leik?
„Púttin.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi?
„Þegar ég fékk fyrsta örninn minn á 7. holu á Selsvelli á Flúðum.“

Draumaráshópurinn?
„Tiger Woods, Bubba Watson og Rickie Fowler.“

Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna?
„La Galiana á Spáni, sá völlur er bara klikkaður.“

Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?
„Fyrst er það 8. holan heima í Eyjum, hún er stutt par 4 hola og ég fæ oftast fugl þar en hún getur refsað. Í öðru lagi er það 15. holan á La Galiana, teighöggið þar er svona 50-70 metrum ofar en brautin og frábært útsýni á teignum. Og í þriðja lagi er það 16. holan í Eyjum, skemmtileg par 5 hola og teighöggið er ótrúlega skemmtilegt en ef það klikkar þá refsar hún fljótt.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?
„Handbolta og körfubolta.“

Staðreyndir:
Nafn: Kristófer Tjörvi Einarsson.
Aldur: 15 ára og verð 16 ára í janúar 2017.
Forgjöf: 3,2.
Uppáhaldsmatur: Humar.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Uppáhaldskylfa: 56 gráðurnar mínar.
Besta skor: 64 högg á Vestmannaeyjavelli.
Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Tiger Woods.
Besta vefsíðan: Facebook.
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu? Að slá í fólk.

Dræver: Titleist 915 D2.
Brautartré: Titleist 915 f.
Blendingur: Titleist 915 h.
Járn: Titleist 714 ap2.
Fleygjárn: Titleist sm6 50°, sm5 56°, sm6 60°.
Pútter: Taylormade Ghost.
Hanski: Nota ekki hanska.
Skór: FJ.
Bolti: Titleist.
Kerra: Clicgear.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ