Auglýsing

„Í fyrsta skipti í sumar heldur GM, í samstarfi við Ballantines, óviðjafnanlegt betriboltamót á Hlíðavelli. Leikið verður punktakeppni í betri bolta en mótið samanstendur af tveimur hringjum.

Mótið fer fram dagana 23. og 24. júní og verða 18 holur leiknar hvorn dag en mótinu lýkur svo með glæsilegu hátíðarboði og verðlaunaafhendingu að kvöldi laugardags.

Lokahófið fer fram í nýrri glæsilegri aðstöðu GM við Hlíðavöll. Hægt er að sjá matseðil kvöldsins hérna fyrir neðan en aðgöngumiði að lokahófinu fylgir með í mótsgjaldinu.

Veislustjóri og DJ kvöldsins er hann Rikki G en einnig mun Auddi Blö mæta og kitla hláturtaugar mótsgesta. Sértilboð verða á barnum og verður glatt á hjalla og dansað fram á nóttina í einum flottasta sal landsins.

Skráning í mótið er hafin á golf.is og er takmarkað pláss í boði.

Verðlaunalisti:
1. sæti Ping járnasett (7 kylfur) og 17 ára Ballantines *2
2. sæti Ping driver og 12 ára Ballantines *2
3. sæti Ping golfpoki og Ballantines Finest *2
4. sæti Ping pútter *2
5. sæti Ping ferðacover *2

Nándarverðlaun
Veitt verða glæsileg nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins báða dagana.

Einnig verða í gangi skemmtilegir leikir báða mótsdagana en hægt verður að finna merkta Ballantines bolta víðsvegar um völlinn sem veita þeim heppna Ballantines á barnum á laugardagskvöldinu.

Ef einhvern rekst síðan á gylltu Ballantines kúluna á vellinum á laugardeginum þá færi viðkomandi flösku af 17 ára Ballantines.

Matseðill hátíðarboðs Ballantine’s
Forréttur:

-Bruchetta carpaccio grænt pestó
-Bruchetta tómatur, mozzarella og basil.

Aðalréttur:
-Grillað lambafillet
-Grillað “drunken” kjúklingabringur í Ballentine´s brine.
-Grillaður aspas.
-Grillaðir maísstönglar.

Meðlæti:
Bakaðar kartöflur, piparsósa, Ballentine’s BBQ sósa, ferskt salat, heimabakað brauð með pesto og smjöri

Eftirréttur:
Blaut súkkulaðikaka með ís

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ