/

Deildu:

Auglýsing

Ágæti kylfingur 50 ára og eldri. Nú leitar LEK stuðnings ykkar til að halda úti öflugu starfi Öldungamótaraðarinnar og landsliða LEK. Valgreiðslukrafa verður send í heimabanka þeirra kylfinga sem eru á skrá hjá LEK.

Allir sem sem greiða kröfuna fyrir 20 júlí eiga möguleika á gjafabréfi kr. 50.000 uppí golfferð með Úrval Útsýn því dregið verður út eitt nafn þeirra sem greitt hafa fyrir þann tíma.

Hér fyrir neðan er bréf frá formanni LEK.

Kylfingar 50+ – Við þurfum þína hjálp – kr. 50.000 gjafabréf í golfferð með Úrval Útsýn í boði!

Ágæti kylfingar,

LEK – landssamband eldri kylfinga.

LEK landssamband eldri kylfinga eru samtök kylfinga sem eru 50 ára og eldri og hefur það hlutverk að sinna þeim málum sem helst brenna á kylfingum eftir miðjan aldur.

Kylfingar 50+ eru orðinn einn stærsti iðkendahópur golfs á Íslandi og fer hópurinn ört stækkandi þar sem  fleiri og fleiri stunda íþróttina langt fram eftir aldri.

Vaxandi hópur kylfinga 50+ koma úr afreksstarfi félaganna og hafa bæði getu og áhuga á að taka þátt í keppnisgolfi.

Hlutverk LEK er meðal annars að hlúa að afreksstarfinu og tryggja að kylfingar 50+ hafi möguleika á að taka þátt í virkri keppni bæði innanlands og með þátttöku í landsliðsverkefnum. Á þessu sumri sendir LEK 4 landslið karla og kvenna til keppni á erlendri grund!

Öldungamótaröðin.

LEK annast árlega „Öldungamótaröðina „ sem er aldursflokkuð mótaröð eldri kylfinga sem bæði gefur kylfingum 50+ möguleika á að spila saman og gefur líka stig til landsliða eldri kylfinga. Mótaröðin er mjög vinsæl og er þátttaka mjög góð. Til skoðunar er að bjóða fjölbreyttari mót og auka möguleika eldri kylfinga á þátttöku í mótum í sínum aldursflokki.

Leitum til þín – kr. 50.000 er möguleiki!

LEK hefur ekki mikla möguleika á tekjuöflun og háir það frekari þróun á þjónustu við eldri kylfinga. Við  leitum því til þín um stuðning!

Á næstu dögum verða sendir valfrjálsir greiðsluseðlar í heimabanka þeirra kylfinga sem við höfum á skrá og vonum að þið getið aðstoðað okkur og greitt seðilinn sem er aðeins  kr. 2.000.

Upphæðin er ekki há en því fleiri sem sjá sér fært að greiða því stærri verður heildarupphæðin!

Þeir sem greiða seðilinn fyrir 20. júlí fara í pott sem dregið verður úr 25. júlí og geta unnið gjafabréf kr. 50.000 upp í golfferð með Úrval Útsýn.

Að lokum

Við vonum að allir eldri kylfingar sýni samstöðu og leggi okkur lið til að gera okkur mögulegt að halda áfram uppbyggingu golfstarfs og þjónustu við eldri kylfinga.

Margt smátt gerir eitt stórt.

Jón B. Stefánsson formaður LEK

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ