Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Það styttist í að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefji keppni á sínu fyrsta móti á sterkustu atvinnumótaröð heims í kvennaflokki, LPGA. Pure Silk Bahamas mótið fer fram á Paradísareyju á Bahamas dagana 26.-29. janúar. Þetta er í fimmta sinn sem mótið fer fram á Ocean Club golfvellinum. Keppnisvöllurinn er rétt rúmlega 6.000 metra langur og er par vallar 73 högg.

Heildarverðlaunaféð er rétt rúmlega 160.000 milljónir kr. Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu hefur titil að verja á mótinu. Kim lék á 274 höggum í fyrra (-18) 70-70-68-66. Hún var tveimur höggum betri en  Stacy Lewis, Anna Nordqvist og Sei Young Kim sem sigraði á þessu móti árið 2015.

Í fyrra var nýr kafli skrifaður á LPGA mótaröðinni á Pure Silk Bahamas mótinu. Þar gerði Ha Na Jang sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 8. braut sem er par 4. Hún var þar með fyrsti leikmaðurinn á LPGA sem leikur holu á -3 eða albatross.

Á mótinu fyrir ári síðan komust þeir keppendur í gegnum niðurskurðinn sem léku á +2 eða betra skori á fyrstu 36 holunum. Alls komust 80 keppendur í gegnum niðurskurðinn.

Sigurvegarar frá upphafi á Pure Silk Bahamas.

2016

Hyo Joo Kim, Suður-Kórea. (24 milljónir kr. í verðlaunafé)

70 – 70 – 68 – 66 = 274 (-18)

2015

Sei Young Kim, Suður-Kórea.

70 – 68 – 72 – 68 = 278 (-14)

2014

Jessica Korda., Bandaríkin.

69 – 66 – 72 – 66 = 273 (-19)

2013

Ilhee Lee, Suður-Kórea.

(-18)

Ólafía Þórunn hefur æft af krafti í Bandaríkjunum á undanförnum dögum en hún fer til Bahamas þann 22. janúar. Ólafía fór sem kunnugt er í viðamikla aðgerð á kjálka um miðjan desember og er hún á góðum batavegi eftir þá aðgerð.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ