Auglýsing

Sunna Víðisdóttir, Íslandsmeistari í höggleik árið 2012, byrjaði keppnistímabilið hér á Íslandi með því að sigra á Nettómótinu sem jafnframt er fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni. Mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru og sá Golfklúbbur Suðurnesja um framkvæmd mótsins.

Sunna lék lokahringinn á 75 höggum (+3) og samtals lék hún á 18 höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili var með eitt högg í forskot fyrir lokahringinn en hún endaði tveimur höggum á eftir Sunnu eftir að hafa leikið lokahringinn á 78 höggum (+5). Karen Guðnadóttir úr GS varð þriðja á 24 höggum yfir pari eða 240 höggum.

Sunna var um tíma þremur höggum á eftir Guðrúnu Brá á lokahringnum en á þriggja holu kafla breyttist staðan mikið en Sunna fékk þrjá fugla í röð á 14., 15. og 16.

„Það er alltaf góð tilfinning að sigra enda stefni ég alltaf á að sigra á þeim mótum sem ég tek þátt í,“ sagði Sunna Víðisdóttir úr GR en hún leikur með ELON háskólaliðinu í Bandaríkjunum og hefur náð fínum árangri þar í vetur.

Aðstæður voru erfiðar á báðum keppnisdögunum en leiknar voru tvær umferðir á fyrri keppnisdeginum, 36 holur, og í dag voru leiknar 18 holur.

Næsta mót á Eimskipsmótaröðinni hefst á föstudaginn á Strandarvelli á Hellu þar sem leiknar verða 18 holur á dag.

Efstu kylfingarnir í kvennaflokki á Nettómótinu á Eimskipsmótaröðinni:

1. Sunna Víðisdóttir, GR ( 83-76-75) 234 högg (+18 samtals)
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 236 högg (80-78-78) (+20 samtals)
3. Karen Guðnadóttir, GS 240 högg ( 82-77-81) (+24 samtals)
4. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 248 högg (83-82-83) (+32 samtals)
5. Berglind Björnsdóttir, GR (82-83-84) 249 högg samtals (+33 samtals)
6. Heiða Guðnadóttir, GKj. 250 högg (87-83-80) (+34 samtals)
7.-8. Signý Arnórsdóttir, GK 252 högg (83-90-79) (+36 samtals)
7.-8. Þórdís Geirsdóttir, GK 252 högg (85-84-83) (+36 samtals)
9. Ingunn Einarsdóttir, GKG 253 högg (89-83-81) (+37 samtals)
10.-11. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 255 högg (84-86-85) (+39 samtals)
10.-11. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 255 högg (87-78-90) (+39 samtals)

Eimskipsmótaröðin 2014:

24.-25. maí Hólmsvöllur – Golfklúbbur Suðurnesja (54 holur)
30. maí-1. júní Strandavöllur – Golfklúbbur Hellu (54 holur)
13. -15. júní Hamarsvöllur – Golfklúbbur Borgarness (54 holur)
27.-29. júní Hvaleyrarvöllur – Golfklúbburinn Keilir / Íslandsmót í holukeppni
24.-27. júlí  Leirdalsvöllur – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar / Íslandsmótið í höggleik
15.-17. ágúst Garðavöllur – Golfklúbburinn Leynir (54 holur)
30.-31. ágúst Jaðarsvöllur – Golfklúbbur Akureyrar (54 holur)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ