Auglýsing

Taylor Crozier, ellefu ára gamall kylfingur, gleymir ekki hringnum sem hann lék með Tiger Woods á dögunum í Houston í Texas. Tilefnið var opnun á æfinga – og leikvelli við Bluejack National golfvöllinn.

Völlurinn er 10 holu par 3 holu völlur þar sem brautirnar eru 45 – 90 metra langar. Crozier var í ráshóp með Woods þegar völlurinn var formlega tekinn í notkun. Drengurinn sló fyrstur af teig og höggið var fullkomið – og boltinn rúllaði ofaní holuna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Woods fagnaði þessu höggi gríðarlega ásamt áhorfendum sem voru fjölmargir.

Woods hannaði völlinn, sem heitir „Leikvöllurinn“ eða The Playgrounds. Þess má geta að Crozier náði einnig að sigra Woods í samanlögðum höggafjölda á þessu móti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ