/

Deildu:

Frá Íslandsmóti eldri kylfinga í Vestmannaeyjum 2015. Mynd/AI
Auglýsing
  • Evrópusamband eldri kylfinga felldi tillögu um lækkun aldursviðmiða
  • Endurreikna þarf stig landsliða karla og fella niður stig þeirra sem eru of ungir

Golfsamband Evrópu (EGA) samþykkti nýlega tillögu um að færa aldursmörk eldri kylfinga úr 55 árum niður í 50 ár. Á stjórnarfundi LEK 7. janúar í ár, upplýsti Henrý Gränz, sem situr í stjórn ESGA (Evrópusambandi eldri kylfinga) að borin yrði upp tillaga um að lækka aldursmörk niður í 50 ár og 65 ár hjá ESGA á aðalfundi sem haldinn yrði í Noregi sumarið 2016.

Til upplýsinga þá hefur Evrópusamband eldri kylfinga séð um mótahald fyrir eldri kylfinga í 35 ár. Taldi Henrý yfirgnæfandi líkur á að umrædd breyting yrði samþykkt á fundi ESGA enda yrði það til samræmis við breytingu sem EGA gerði.

Í ljósi þessara upplýsinga var á stjórnarfundi LEK í febrúar sl. tekin ákvörðun um að færa aldurstakmark karla í mótum hjá LEK úr 55 árum niður í 50 ár og úr 70 árum niður í 65 ár. Taldi stjórn LEK þessa breytingu til hins betra fyrir þá kylfinga sem taka þátt í mótum LEK.

Þar sem landslið sem keppa fyrir Íslands hönd eru valin með árs fyrirvara, varð að taka ákvörðun um hvernig keppnisfyrirkomulagið yrði fyrir árið 2016. Var ákveðið að keppa samkvæmt fyrirhugaðari breytingu, þó með þeim fyrirvara að ESGA myndi samþykkja breytingarnar á fundi sínum í Noregi í sumar. Breytingarnar voru kynntar á Öldungamótaröðinni fyrir árið 2016 í grein sem birtist 24. maí á golf.is,

Þar var aldur færður niður í 50 ár fyrir yngri flokk og 65 ár fyrir eldri flokk.

Aðalfundur ESGA var svo haldinn þann 3. ágúst sl. og voru framangreindar breytingar á reglugerð sambandsins teknar til afgreiðslu. Atkvæði féllu þannig í yngri flokki (55 ára) að 13 voru á móti og 9 voru með og var því tillagan felld með fjögurra atkvæða mun. Atkvæði í eldri flokki (65 ára) féllu þannig að 11 voru á móti og 10 atkvæði með. Tillagan var því felld með einu atkvæði.

[pull_quote_right]Tillagan var því felld með einu atkvæði.[/pull_quote_right]

Þetta hefur í för með sér að endurreikna þarf stig landsliða karla og fella niður stig þeirra sem eru of ungir. Niðurstöður verða birtar þegar útreikningum er lokið.

Stjórn LEK

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ