Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK . Mynd/seth/golf.is
Auglýsing

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið kvennalandsliðið í golfi sem keppir í Evrópukeppni landsliða hér á Íslandi hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 5.-9. júlí.  Mótið, sem fram fer á Urriðavelli er það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi og hingað til lands koma allir bestu áhugakylfingar Evrópu í kvennaflokki.

EM lið Íslands verður þannig skipað en þrír kylfingar koma úr GR og þrír kylfingar úr GK.

Anna Sólveig Snorradóttir, GK – val landsliðsþjálfara

Berglind Björnsdóttir, GR – efst á stigalista

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – efst á WAGR heimslista

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – efst í úrtökumóti fyrir kvennalandslið

Signý Arnórsdóttir, GK – val landsliðsþjálfara

Sunna Víðisdóttir, GR – val landsliðsþjálfara

Þjálfari: Úlfar Jónsson

Liðsstjóri: Ragnar Ólafsson

Úlfar segir að það sé spennandi að takast á við þetta verkefni hér heima á Íslandi. „Urriðavöllur er einn af glæsilegustu völlum landsins og hentar vel fyrir EM kvennalandsliða. Teigastaðsetningar verða allt aðrar og völlurinn um 500 metrum lengri en þær hafa vanist í þeim mótum sem hafa verið leikin hér á mótaröðunum. Við höfum því undirbúið okkur vel og spilað mikið á vellinum undanfarnar vikur. Það skiptir okkur máli að tefla fram reynslumiklu liði og hafa þær allar þær allar tekið þátt í Evrópukeppnum áður,“ sagði Úlfar.

Keppnisfyrirkomulagið á EM er með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur þar sem fimm bestu skorin telja hjá hverri þjóð. Að því loknu tekur við holukeppni þar sem átta efstu liðin leika í A-riðli um Evrópumeistaratitilinn, Í B-riðli leika þjóððirnar sem enduðu í 9.-16. sæti og í C-riðli leika þær þjóðir sem enduðu í 17.-20. sæti í höggleiknum.

11412183_1001623536536864_8836062008750022996_o
Anna Sólveig Snorradóttir, GK
Símamótið 2016
Berglind Björnsdóttir, GR.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd/seth@golf.is
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd/seth@golf.is
Símamótið 2016
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR.
Signý Arnórsdóttir.
Signý Arnórsdóttir.
Sunna Víðisdóttir á Smáþjóðaleikunum 2015 í Korpu.
Sunna Víðisdóttir á Smáþjóðaleikunum 2015 í Korpu.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ