Birgir Leifur Hafþórsson.
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson leiðir Íslandsmótið í höggleik með sjö höggum en hann er samanlagt á tólf höggum undir pari. Eftir dag tvö lofaði hann að vera grimmari úti á velli en þá lék hann á þremur höggum undir pari. Í dag lék hann á fjórum höggum undir pari.

Spurður hvort hann hafi verið jafn grimmur úti á vellinum og hann hafi lofað sagði Birgir Leifur: “Já, í huganum var ég grimmur. Ég hef oft slegið betur en í dag, þetta var  kannski ekkert alveg út úr kú. Ég var alltaf í þokkalegum leik og gerði það sem ég þurfti að gera. Ég skilaði þessu vel í hús, bogey frítt og ætla ekki að kvarta yfir því en slátturinn hefði mátt vera betri.”

Spurður hvernig Birgir Leifur undirbúi sig fyrir lokadag á svona stórmóti sagði hann: “Þetta er bara eins og hver annar dagurinn. Ég verð í faðmi fjölskyldunnar og skipti kannski um eina eða tvær kúkableiur. Þetta er bara basic en ég bíð spenntur eftir deginum.”

Birgir Leifur hefur nokkuð örugga sjö högga forystu en hann er samanlagt á tólf höggum undir pari. Þrátt fyrir forystuna segir hann að sigurinn sé ekki í höfn. “Við fengum hring upp á sjö högg undir pari í dag svo ég verð að vera á tánum. Ég tek bara eitt högg í einu – bara sama gamla lumman. Það er voða lítið annað sem maður getur gert en að taka eitt högg í einu.”

Það er töluvert meiri spenna á Íslandsmótinu í höggleik kvenna en þar leiðir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr GR, með tveggja högga forystu. Hún spilaði á þremur höggum yfir pari í dag og er samanlagt á sjö höggum yfir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir er í öðru sæti á níu höggum yfir pari samanlagt og í þriðja sæti er Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK.

Kvennaflokkur:
Ólafía Þórunn Kristinsdótir, GR    +7
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL     +9
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK    +10

Karlaflokkur:
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG    -12
Axel Bóasson, GK    -5
Þórður Rafn Gissurarson, GR    -5

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ