/

Deildu:

Frá Hlíðavelli í Mosfellsbæ.
Auglýsing

Í gær fór fram á Hlíðavelli Texasmót GM og Dominos. Ágæt skilyrði voru í dag til golfleiks en Hlíðavöllur er að í góðu ástandi miðað við árstíma og styttist í almenna opnun inn á sumarflatir sem áætlað er að verði um næstu helgi.

Að vanda var hörð barátta um sigurinn eins og vera ber í Texas Scramble mótum. Úrslit voru sem hér segir:

Texas Scramble höggleikur m. forgjöf:

1. Pétur Pétursson og Gunnar Ingi Björnsson, 64 högg

2. Viktor Ingi Einarsson og Ingvar Andri Magnússon, 66 högg ( betri síðustu 3 )

3. Jóhann Örn Bjarkason og Arnar Geir Hjartarson, 66 högg ( betri síðustu 6 )

Nándarverðlaun:

1. Tómas Sigurðsson, GKG, 1,72m

9. Ásbjörn Jónsson, GO, 1,07m

12. Brynjar Jóhannesson, GR, 0,97m

15. Tómas Sigurðsson, GKG, 2,66m

Heildarúrslit úr mótinu má sjá hérna. Vinningshafar geta nálgast verðlaun í skálanum á Hlíðavelli frá og með laugardeginum 30. apríl eða með því að hafa samband við golfmos@golfmos.is.

GM þakkar kylfingum og Dominos kærlega fyrir og minnir á að skráning í 1. maí mót GM sem fram fer um næstu helgi er hafin á golf.is.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ