/

Deildu:

Frá Garðavelli á Akranesi. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

B59 Hotel mótið á GSÍ mótaröðinni fer fram dagana 21.-23. maí á Garðavelli á Akranesi. Golfklúbburinn Leynir er framkvæmdaaðili mótsins. Leiknar verða 54 holur á þremur dögum, en einn niðurskurður er í mótinu.

Skráning hefur gengið vel en síðasti möguleiki til þess að skrá sig er í kvöld kl. 23:59 þriðjudaginn 18. maí.

Smelltu hér til að skrá þig á B59 Hotel mótið.

Leikfyrirkomulag
Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 70% af fjölda keppenda úr hvorum flokki. Ef keppendur eru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu skulu þeir báðir/allir halda áfram. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta- og keppendareglum GSÍ.

Rástímar og ráshópar
Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl. 22:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi ákveður mótsstjórn röðun í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori. Ræst verður út alla dagana frá kl. 8:00

Þátttökuréttur
Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 144. Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi. Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf kl 8:00 morgunin eftir að skráningarfresti lýkur því hverjir komast inn í hvorn flokk, þ.e.a.s. þeir 144 kylfingar sem fjærst eru forgjafarmörkum í hvorum flokki. Þó skulu að lágmarki 25% af heildarfjölda kylfingar fá þátttökurétt í hvorum flokki. Keppendum skal þó fjölgað þannig að fullir ráshópar verði í hvorum flokki. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða.

Mótsgjald
Karlaflokkur  Hvítir teigar    8.000 kr.
Kvennaflokkur    Bláir teigar  8.000 kr.

Skráning og þátttökugjald
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 á þriðjudegi fyrir mót. **Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur.** Þátttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun kemur eftir að skráningarfresti lýkur.

Æfingahringur
Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að panta rástíma. Reglur um æfingahringi er að finna í klúbbhúsinu. Skilyrði fyrir æfingahring er að búið sé að greiða þátttökugjald. Keppendur fá æfingabolta fyrir hring án endurgjalds á mótsdögum.

Verðlaun
Veitt verða verðlaun (gjafabréf, gisting og/eða dekur)  fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda.

Gert er ráð fyrir að verðlaunaafhending hefjist 20 mínútum eftir að síðasti ráshópur lýkur leik.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ