/

Deildu:

Auglýsing

Mikil stemming hefur verið í Korpunni frá því í janúar í púttmótaröðum karla, kvenna og barna- og unglinga en um 500 þátttakendur tóku þátt í mótaröðunum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Á heimasíðu GR kemur fram að á morgun, laugardaginn 28. mars, verður haldið opið pútt – og vippmót á milli kl. 11-14 á Korpúlfsstöðum á 2. hæð. Keppendur geta ráðið því hvenær þeir mæta til leiks á opnunartímanumm Mótið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á golfi og góðum félagsskap.

Mótsfyrirkomulagið er að spilaðir verða tveir 18 holu hringir þar sem betri hringurinn telur. Keppendum gefst síðan kostur á að bæta skor sitt með því að leysa nokkrar vippþrautir. Samanlögð stig úr vippþrautunum dragast frá púttskorinu. Ef betri pútthringur er t.d. 32 högg og vippþrautir gefa 4 stig er endanlegt skor 28 högg (32-4=28).

Mótið er til styrktar barna- og unglingastarfi Golfklúbbs Reykjavíkur en klúbburinn býður uppá metnaðarfullt unglingastarf fyrir alla áhugasama. Starfið fer fram undir handleiðslu vel menntaðra PGA golfkennara allt árið um kring og leggja tugir barna og unglinga stund í íþróttina undir merkjum klúbbsins. Klúbburinn nýtur einnig öflugs foreldrastarfs og er þetta mót liður í því samstarfi.

Þátttökugjald er 2.000 kr. en boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Glæsilegir vinningar í boði fyrir fimm efstu sætin í karla og kvennaflokkum.

Karlaflokkur:

1.    sæti = Gjafabréf fyrir fjóra hjá Golfklúbbnum Keili
2.    sæti = Gjafabréf fyrir fjóra hjá Golfklúbbnum Oddi
3.    sæti = Gjafabréf fyrir fjóra hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar
4.    sæti = Gjafabréf fyrir fjóra hjá Golfklúbbi Reykjavíkur
5.    sæti = Silfurkort í Bása

Kvennaflokkur:

1.    sæti = Gjafabréf fyrir fjóra hjá Golfklúbbnum Keili
2.    sæti = Gjafabréf fyrir fjóra hjá Golfklúbbnum Oddi
3.    sæti = Gjafabréf fyrir fjóra hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar
4.    sæti = Gjafabréf fyrir fjóra hjá Golfklúbbi Reykjavíkur
5.    sæti = Silfurkort í Bása

Vinsamlega tilkynnið þátttöku með því að senda póst á Inga Rúnar á netfangið ingi@grgolf.is. 

Tilkynnt verður um úrslit mótsins mánudaginn 30. mars og geta vinningshafar vitjað vinninga á skrifstofu GR að Korpúlfsstöðum frá og með þeim degi. Skrifstofan er opin frá kl.9:00 til 16:00 alla virka daga.

Mætið með góða skapið, pútterinn og uppáhalds fleygjárnið.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ