Site icon Golfsamband Íslands

154 keppendur frá 13 klúbbum á Íslandsmóti unglinga á Leirdalsvelli

Frá Leirdalsvelli hjá GKG. Mynd/seth@golf.is

Mjög góð þátttaka er á Íslandsmóti unglinga á Íslandsbankamótaröðinni 2019.

Mótið hófst í dag, föstudaginn 16. ágúst, á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Keppendur koma frá alls 13 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir eru frá GKG eða 40 alls, GK og GR eru með 25 keppendur hvor um sig.

Athygli vekur að kynjahlutfallið er nánast jafnt hjá keppendum úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sem er alls með 21 keppendur, 11 pilta og 10 stúlkur.

Af þessum 13 klúbbum eru 6 þeirra með bæði pilta og stúlkur í mótinu, fjórir klúbbar eru aðeins með pilta og tveir klúbbar eru aðeins með stúlkur sem keppendur.

Klúbbur Piltar Stúlkur Alls
1Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar GKG291140
2Golfklúbburinn Keilir GK20525
3Golfklúbbur Reykjavíkur GR18725
4Golfklúbbur Mosfellbæjar GM 111021
5Golfklúbbur Akureyrar GA8513
6Golfklúbbur Suðurnesja GS819
7Golfklúbburinn Leynir AkranesGL527
8Golfklúbbur Selfoss GOS404
9Nesklúbburinn NK404
10Golfklúbbur Ísafjarðar 202
11Golfklúbbur Vestmannaeyja GV202
12Golfklúbbur Fjallabyggðar GFB011
13Golfklúbburinn Hamar Dalvík GHD011
154
Exit mobile version