Golfsamband Íslands

Signý og Þórður Íslandsmeistarar 2015

Signý Arnórsdóttir úr Keili og Þórður Rafn Gissurarson úr GR fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Garðavelli á Akranesi. Þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar þeirra og settu þau bæði mótsmet.

Gríðarleg spenna var á lokahringnum í kvennaflokki þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL var aðeins einu höggi á eftir.

Signý var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn en hún lék á 69 höggum í dag eða -3 en Valdís Þóra hjó nærri vallarmetinu með því að leika á 67 höggum í dag eða -5. Signý lék hringina fjóra á +1 samtals en Valdís var höggi á eftir. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, sem hafði titil að verja, varð þriðja á +3 samtals en hún lék lokahringinn á 69 höggum eða -3.

Þetta er í fyrsta sinn sem Signý fagnar Íslandsmeistaratitlinum í golfi. Þetta er í 10. sinn sem kylfingur úr Keili sigrar á Íslandsmótinu í golfi. Besti árangur hennar fyrir þetta mót var 2. sætið árið 2009 og hún varð þriðja árið 2010.

Skorið hjá sigurvegaranum er það besta á Íslandsmóti frá því að skor keppenda var fært rafrænt inn á golf.is árið 2001.



Signý segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hún væri að pútta fyrir sigrinum.

„Ég ætlaði bara að setja hann í. Ég hafði ekki hugmynd hvernig staðan var þannig að þetta var bara eins og hvert annað pútt úti á velli. Ég var alltaf að horfa á skorið hennar Ólafíu og vissi ekki hvar Valdís var. Það var fínt að ég vissi það ekki.“

Missti högg á 13. og 14, hafði engin áhrif.

„Rauða torfæran á þrettándu er búin að virka eins og segull á mig í mótinu. Það kom því mér ekkert sérstaklega á óvart að ég hafi farið í hana og það setti aðeins pressu á mig. Ég hélt svo bara áfram, var yfirveguð og róleg.“
Með fuglinum á 17. holu náði Signý forystu á ný og lagði grunn að sigrinum.

„Ég er mjög ánægð með 17. holuna alla dagana, bjargaði góðu pari þar fyrstu tvo dagana og náði tveimur mjög góðum fuglum síðari tvo. Púttið áðan verður alltaf í minningunni,“ sagði Signý Arnórsdóttir.

Valdís var farin að búa sig undir bráðabana.

„Ég átti svo sem alveg von á því, en hún setti gott pútt ofan í á sautjándu. Ég er mjög ánægð með mína spilamennsku í dag. Ég gerði ein mistök á níundu og missi fulgapútt á elleftu og tólftu. Það eru í raun og veru einu mistökin sem ég gerði. Annars spilaði ég fullkominn hring,“ sagði

 “Talan er góð en mér líður ekkert vel. Ég missti of mörg pútt. Ég var að slá mjög nálægt og koma mér í færi en ég bara nýtti þau ekki.”

Þrípútt á 16. holu reyndist Ólafíu dýrt á lokasprettinum.

“Þetta datt ekki alveg hjá mér. Það hefði átt að vera í, allavega tvípútt. Það hefði sett meiri pressu á Signýju ef ég hefði komið inn aftur.”


Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í kvennaflokki:

1. Signý Arnórsdóttir, GK 289 högg (71-76-73-69) + 1
2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 290 högg (73-74-76-67) +2
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 291 (74-75-73-69) +3
4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 297 högg (76-72-75-74) +9
5. Tinna Jóhannsdóttir, GK 298 högg (79-76-70-73) +10
6. Sunna Víðisdóttir, GR 299 högg (71-72-79-77) +11
7. Berglind Björnsdóttir, GR 301 högg (76-73-76) +13
8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 304 högg (76-76-78-74) +16
9. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 305 högg (79-77-74-75) +17



Mótsmet hjá Þórði og fyrsti Íslandsmeistaratitillinn

Þórður Rafn Gissurarson úr GR fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í golfi í dag á Garðavelli á Akranesi. Hann setti jafnframt mótsmet með því að leika á 12 höggum undir pari vallar. Axel Bóasson úr Keili varð annar á -7 samtals og Ólafur Björn Loftsson úr GKG varð þriðji á -2 samtals.

“Ég er ótrúlega sáttur enda ekki annað hægt. Ég spilaði mjög solid golf allan tímann nema á degi tvö en ég náði að krafsa mig til baka úr því,” segir Þórður Rafn Gissurarson, úr GR, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi. Þetta er í 22. sinn sem kylfingur úr GR fagnar þessum titli.
Þórður Rafn spilaði ótrúlega stöðugt golf.

„Ég hélt mínu plani og það var ekki fyrr en á seinni níu sem ég breytti planinu, tók tvö járn til að koma boltanum í leik og fá pör og fugla ef þeir kæmu.”


Þórður tók enga óþarfa áhættu og var nánast alltaf með járn á teig. “Ég nýtti mér vindinn þegar hann var og spilaði öruggt og að dugði,” segir Þórður Rafn sem kom inn á tólf höggum undir pari og setti nýtt mótsmet. Birgir Leifur Hafþórsson og Magnús Guðmundsson áttu gamla metið sem var tíu högg undir pari. “Það er frábært að vita til þess – að vinna Íslandsmeistaratitilinn og eiga mótsmetið. Það er gott að hafa þetta í farteskinu fyrir framhaldið. Það er hrikalega gott.”

„Ég var að eiga við svakalega vél í dag. Það slokknaði ekki á henni. Þórður var að spila frábærlega,“ segir Axel Bóasson, kylfingur úr GK, sem lenti í öðru sæti á Íslandsmótinu. Þrjú högg skildu hann og Þórð Rafn að þegar leikur hófst í dag. “Ég fékk tvöfaldan skolla á annarri og það setti svolítið strik í reikninginn. Ég náði eiginlega ekkert að koma til baka eftir það,” segir Axel sem var samt sáttur við sitt golf. “Ég spilaði samt undir pari á mótinu en Þórður var bara betri. Ég er sáttur með mitt golf og ætla vonandi að toppa í nóvember eða september.


“Það er EM einstaklinga en svo verða einhver úrtökumót í september.”


Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í karlaflokki:

1. Þórður Rafn Gissurarson, GR 276 högg (67-73-66-70) -12
2. Axel Bóasson, GK 281 högg (69-69-71-72) -7
3. Ólafur Björn Loftsson, GKG 286 högg (72-71-70-73) -2
4. Haraldur Franklín Magnús, GR 287 högg (71-73-71-72) -1
5. Andri Már Óskarsson, GHR 288 högg (71-74-72-71) 0
6.-8. Rúnar Arnórsson, GK 290 högg (77-72-73-68) +2
6.-8. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 290 högg (71-81-67-71)
6.-8. Ragnar Már Garðarsson, GKG 290 högg (70-70-77-73) +2
9.-10.  Henning Darri Þórðarson, GK 292 högg (73-72-74-73) +4
9.-10. Andri Þór Björnsson, GR 292 högg (73-74-72-73) +4

Íslandsmeistarar í kvennaflokki frá upphafi:

Fjöldi móta: Ártal: Nafn: Klúbbur: fjöldi titla alls: fjöldi titla alls hjá klúbbi:

1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (1) (1)
1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (2) (2)
1969 Elísabet Möller GR (1) (1)
1970 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (1) (1)
1971 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (3) (3)
1972 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (2) (2)
1973 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (3) (3)
1974 Jakobína Guðlaugsdóttir GV(4) (4)
1975 Kristín Pálsdóttir GK (1) (1)
1976 Kristín Pálsdóttir GK (2) (2)
1977 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (1) (2)
1978 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (2) (3)
1979 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (3) (4)
1980 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (1) (5)
1981 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (2)(6)
1982 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (3) (7)
1983 Ásgerður Sverrisdóttir GR (1) (8)
1984 Ásgerður Sverrisdóttir GR (2) (9)
1985 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (10)
1986 Steinunn Sæmundsdóttir GR (1) (11)
1987 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (3)
1988 Steinunn Sæmundsdóttir GR (2) (12)
1989 Karen Sævarsdóttir GS (1) (4)
1990 Karen Sævarsdóttir GS (2) (5)
1991 Karen Sævarsdóttir GS (3) (6)
1992 Karen Sævarsdóttir GS (4) (7)
1993 Karen Sævarsdóttir GS (5) (8)
1994 Karen Sævarsdóttir GS (6) (9)
1995 Karen Sævarsdóttir GS (7) (10)
1996 Karen Sævarsdóttir GS (8) (11)
1997 Ólöf M. Jónsdóttir GK (1) (4)
1998 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (13)
1999 Ólöf M. Jónsdóttir GK (2) (5)
2000 Kristín E. Erlendsdóttir GK (1) (6)
2001 Herborg Arnardóttir GR (1) (14)
2002 Ólöf M. Jónsdóttir GK (3) (7)
2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (15)
2004 Ólöf M. Jónsdóttir GK (4) (8)
2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (16)
2006 Helena Árnadóttir GR (1) (17)
2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj. (1) (1)
2008 Helena Árnadóttir GR (2) (17)
2009 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1)
2010 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (9)
2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (1) (19)
2012 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (2) (2)
2013 Sunna Víðisdóttir GR (1) (20)
2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (2) (21)
2015 Signý Arnórsdóttir GK (1) (10)

 Fjöldi titla hjá klúbbum:

GR – 21
GS – 11
GK – 10
GV – 4
GL – 2
GKj. – 1

Íslandsmeistarar í  karlaflokki

Ártal: Nafn: Klúbbur: fjöldi titla alls: fjöldi titla alls hjá klúbbi:

  1. 1942 Gísli Ólafsson GR (1) (1)

  2. 1943 Gísli Ólafsson GR (2) (2)

  3. 1944 Gísli Ólafsson GR  (3) (3)

  4. 1945 Þorvaldur Ásgeirsson GR (1) (4)

  5. 1946 Sigtryggur Júlíusson GA (1) (1)

  6. 1947 Ewald Berndsen GR (1) (5)

  7. 1948 Jóhannes G. Helgason GR (1) (6)

  8. 1949 Jón Egilsson GA (1) (2)

  9. 1950 Þorvaldur Ásgeirsson GR (2) (7)

  10. 1951 Þorvaldur Ásgeirsson GR (3) (8)

  11. 1952 Birgir Sigurðsson GA (1) (3)

  12. 1953 Ewald Berndsen GR (2) (9)

  13. 1954 Ólafur Á. Ólafsson GR (1) (10)

  14. 1955 Hermann Ingimarsson GA (1) (4)

  15. 1956 Ólafur Á. Ólafsson GR (2) (11)

  16. 1957 Sveinn Ársælsson GV (1) (1)

  17. 1958 Magnús Guðmundsson GA (1) (5)

  18. 1959 Sveinn Ársælsson GV (2) (2)

  19. 1960 Jóhann Eyjólfsson GR (1) (12)

  20. 1961 Gunnar Sólnes GA (1) (6)

  21. 1962 Óttar Yngvason GR (1) (13)

  22. 1963 Magnús Guðmundsson GA (2) (7)

  23. 1964 Magnús Guðmundsson GA (3) (8)

  24. 1965 Magnús Guðmundsson GA (4) (9)

  25. 1966 Magnús Guðmundsson  GA (5) (10)

  26. 1967 Gunnar Sólnes GA (2) (11)

  27. 1968 Þorbjörn Kjærbo GS (1) (1)

  28. 1969 Þorbjörn Kjærbo GS (2) (2)

  29. 1970 Þorbjörn Kjærbo GS (3) (3)

  30. 1971 Björgvin Þorsteinsson GA (1) (12)

  31. 1972 Loftur Ólafsson  NK (1) (1)

  32. 1973 Björgvin Þorsteinsson GA (2) (13)

  33. 1974 Björgvin Þorsteinsson GA (3) (14)

  34. 1975 Björgvin Þorsteinsson GA (4) (15)

  35. 1976 Björgvin Þorsteinsson GA (5) (16)

  36. 1977 Björgvin Þorsteinsson GA (6) (17)

  37. 1978 Hannes Eyvindsson GR (1) (14)

  38. 1979 Hannes Eyvindsson GR (2) (15)

  39. 1980 Hannes Eyvindsson GR (3) (16)

  40. 1981 Ragnar Ólafsson GR (1) (17)

  41. 1982 Sigurður Pétursson GR (1) (18)

  42. 1983 Gylfi Kristinsson GS (1) (4)

  43. 1984 Sigurður Pétursson GR (2) (19)

  44. 1985 Sigurður Pétursson GR (3) (20)

  45. 1986 Úlfar Jónsson GK (1) (1)

  46. 1987 Úlfar Jónsson GK (2) (2)

  47. 1988 Sigurður Sigurðsson GS (1) (5)

  48. 1989 Úlfar Jónsson GK (3) (3)

  49. 1990 Úlfar Jónsson GK (4) (4)

  50. 1991 Úlfar Jónsson GK (5) (5)

  51. 1992 Úlfar Jónsson GK (6) (6)

  52. 1993 Þorsteinn Hallgrímsson GV (1) (3)

  53. 1994 Sigurpáll G. Sveinsson GA (1) (18)

  54. 1995 Björgvin Sigurbergsson GK (1) (7)

  55. 1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL (1) (1)

  56. 1997 Þórður E. Ólafsson GL (1) (2)

  57. 1998 Sigurpáll G. Sveinsson GA (2) (19)

  58. 1999 Björgvin Sigurbergsson GK (2) (8)

  59. 2000 Björgvin Sigurbergsson GK (3) (9)

  60. 2001 Örn Æ. Hjartarson GS (1) (6)

  61. 2002 Sigurpáll G. Sveinsson GA (3) (20)

  62. 2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (2) (1)

  63. 2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (3) (2)

  64. 2005 Heiðar Davíð Bragason GKj. (1) (1)

  65. 2006 Sigmundur Einar Másson GKG (1) (3)

  66. 2007 Björgvin Sigurbergsson GK (4) (10)

  67. 2008 Kristján Þór Einarsson GKj. (1) (2)

  68. 2009 Ólafur B. Loftsson NK (1) (2)

  69. 2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (4) (4)

  70. 2011 Axel Bóasson GK (1) (11)

  71. 2012 Haraldur Franklín Magnús GR (1) (21)

  72. 2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (5) (5)

  73. 2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (6) (6)

  74. 2015 Þórður Rafn Gissurarson, GR (1) (22)

    GR – 22
    GA – 20
    GK – 11
    GKG – 6
    GS – 6
    GV – 3
    GL – 2
    NK – 2
    GKj. 2




Exit mobile version