/

Deildu:

Sveinn Andri Sigurpálsson
Auglýsing

Sveinn Andri lækkaði sig um 21 í forgjöf á síðasta ári – ætlar sér stóra hluti í framtíðinni

Sveinn Andri Sigurpálsson, nemandi í 6. bekk í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, náði ótrúlegum framförum í golfinu á síðasta ári. Kylfingurinn efnilegi sem er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar lækkaði sig um tæplega 21 í forgjöf á síðasta ári samkvæmt gögnum frá golf.is – og er hann sá kylfingur landsins sem sýndi mestar framfarir hvað forgjöfina varðar. Greinin er úr 1. tbl. Golf á Íslandi 2015 sem kom út í júní.

Sveinn Andri hefur lagt hart að sér við æfingar í vetur og er líklegur til að bæta sig enn frekar á golfsumrinu 2015. Golf á Íslandi fékk Svein Andra til að svara nokkrum spurningum en hann er með skýr markmið – að verða á meðal bestu kylfinga í heimi og vinna Fed-Ex úrslitakeppnina á PGA mótaröðinni.

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi?
Golf er bara svo rosalega skemmtileg og spennandi íþrótt.

Hvað er skemmtilegast við golfið?
Æfa og spila með vinum mínum.

Framtíðardraumarnir í golfinu?
Bestur í heimi og vinna Fed-Ex listann.

Hver er styrkleikinn þinn í golfi?
Drive-in.

Hvað þarftu að laga í þínum leik?
Púttin.

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi?
Klúbbmeistari GKj.

Hvað er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér?
Man ekki eftir neinu.

Draumaráshópurinn?
Rory, Tiger og Rickie Fowler.

Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna?
Álamos, Portúgal. Ekki langur og breiðar brautir, mjúkar flatir og margar glompur.

Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?
9. á Flúðum. Mikill hæðarmismunur. 9. Morgado, stutt og hægt að dræva inná flötina og 17. á Hellishólum. Geggjuð par 3 hola.

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?
Fótbolta.

Í hvaða skóla og bekk ertu?
Lágafellsskóla, 6. MLG.

[pull_quote_center]Staðreyndir:
Nafn: Sveinn Andri Sigurpálsson.
Aldur: 11.
Forgjöf: 12,2.
Uppáhaldsmatur: Kjúklingasnitsel.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Uppáhaldskylfa: 50 gráður.
Ég hlusta á: Sam Smith.
Besta skor í golfi: 75 +2.
Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Jordan Spieth.
Besta vefsíðan: kylfingur.is.
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Ekki neitt.
Dræver: Ping Anser.
Brautartré: Snake Eyes.
Blendingur: Snake Eyes.
Járn: Ping s56.
Fleygjárn: Adams.
Pútter: Ping.
Hanski: Srixon.
Skór: Adidas.
Golfpoki: Cobra.
Kerra: Sun Mountain.[/pull_quote_center]

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ