32 ára gamalt met féll í Stykkishómi – flatirnar slegnar 6. apríl

Flatirnar á Víkurvelli í Stykkishólmi hjá Golfklúbbnum Mostra voru slegnar í gær, fimmtudaginn 6. apríl. Ríkharður Hrafnkelsson, stjórnarmaður í Mostra, skrifar á fésbókarsíðu sína að um met sé að ræða. Í 32 ára sögu Mostra hafa flatirnar aldrei verið slegnar svona snemma á árinu.

„Árið 2003 var slegið 25. apríl, 2016 var slegið 28. apríl og 2014 var einnig slegið í lok apríl. Öll önnur ár hefur verið komið fram í maí. Það hefði ekki mátt bíða mikið lengur með sláttinn vegna sprettu undanfarið,“ segir Ríkharður á fésbókarsíðu sinni.


(Visited 478 times, 1 visits today)